Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 40
38
Seijðisfí. Kvilli þessi mjög vægur, aðeins á börnum. Efalaust hafa
fleiri veilizt en skráðir voru.
Vestmannaeijja. Gerði lítils háttar vart við sig. Erfitt að koma við
einangrun, þar sem veikin er oftast væg, og sum börn á fótum og að
leikjum með öðrum börnum, án þess að vitað sé.
Rangár. Tel víst, að nolíhrir fleiri en slcráðir eru hafi fengið veikina,
en ekki vitjað læknis.
Keflavikur. Nokkur tilfelli. Engar sóttvarnarráðstafanir gerðar.
Breiddist lítið út.
Auk framangreindra sótta geta lælaiar um þessar bráðar sóttir:
Angina Plaut-Vincent: í Reyl<javík er að vanda getið nolvkurra til-
fella á mánaðarskrám, 18 alls (í janúar, maí, júlí og okt.—des.). Þau
skiptast í flokka eftir aldri og kynferði, sem hér segir: 10-—15 ára: 1;
15—20 ára: m. 8, k. 4; 20—30 ára: m. 5.
Conjunctivitis: Á ísafirði er getið allmikils faraldurs, 23 tilfella alls
(í jan.—febr. 20, í okt. 3). Fólk á öllum aldri, frá börnum á 1. ári til
gamalmenna, og af báðum kynjum. I Höfðahverfishéraði bar á svipuð-
um faraldri.
Mononucleitis infectiosa: Svarfdæla: 2 sjúkl. í janúar.
Sepsis: 2 sjúkl. skráðir á mánaðarskrá í Blönduóshéraði í desember
(15—20 ára karl og 20—30 ára kona) .
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Síðara hluta ársins kvað nokkuð að þessari tegund hálsbólgu
(þ. e. angina Plaut-Vincent).
ísajj. A þriðja tug tilfella (augnangurs), aðallega samfara kvefinu
í janúar—febrúar, þótt þessi tilfelli væru að öðru leyti einkennalaus.
Eins og áður er sagt, fjaraði inflúenzan út í byrjun janúar, og kunna
þetta einnig að vera eftirhreytur hennar.
Blönduós. Blóðeitrun skráð tvisvar í desember. í annað skiptið var
um ungan mann að ræða frammi í Vatnsdal, og sá ég hann ekki, en
fyrirskipaði súlfalyf, og batnaði manninum bráðlega. Hitt tilfellið
var áður nefnd kona með angina Ludovici, og orkar því þessi skrá-
setning nokkurs tvímælis.
Höfðahverfis. Conjunctivitis infectiosa: Nokkur létt tilfelli komu
fyrir á börnum í septembermánuði, og var um greinilega smitun að
ræða.
Vestmannaegja. Psittacosis hel'ur ekki orðið vart, og virðast gerðar
ráðstafanir hafa borið góðan árangur. Verst er, að sumir eru van-
trúaðir á staðreyndir, trúa því ekki, að fólk geli smitazt af fýlunga,
þykir hann lostæti og vilja fara að veiða hann. Þó bætir hér úr skrák,
að þeir fá eggin, sem þeir máttu ekki taka áður. Því miður hafa Mýr-
dælingar ekki gert sams. konar ráðstafanir og hér, enda er óspart vitn-
að i þá og sagt, að fýlungi valdi þar engu tjóni. Hvað sem þessu líð-
ur, mun ég aldrei leggja til, að fýlungi verði hér veiddur. Eftirkom-
endurnir „geta gert tilraun á fólkinu og fuglinum“, þegar þeim býð-
ur svo við að horfa. Annars mega Eyjaskeggjar eiga það, einkum
þeir, sem mestu hér um ráða, jarðabændurnir, að þeir hafa tekið
þessum málum með skynsemi. Tetanus ekki gert vart við sig. Tetanus-