Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 65
63
meira eða minna að sumrinu. Allar voru þær búnar að vera veikar
í mörg ár. Einni hafði ég fylgzt með í 6 ár. Ofnæmið brauzt út í
eczema, sérstaklega á höndum og' fingrum, dorsalt, en stundum út um
allan líkamann. Piltarnir höfðu eins konar hita- eða svitaofnæmi.
Eftir áreynslu fengu þeir meira eða minna útbreitt erythema með
sárum þrota í húðinni. Þeir máttu ekki fara á skíði eða dansleiki eða
drýgja annað erfiði án þess að eiga á hættu að verða fárveikir á eftir.
Ef þeir fengu kvef eða annan umferðasjúkdóm með hitahækkun, var
sama uppi á teningnum. Hjá öðrum piltinum aktíveraðist sjúkdóm-
urinn mjög eftir mislingana 1943. Öll lyf virtust áhrifalaus. Gaf ég þá
öllu þessu fólki autovaccinatio, 10 X 10 sm® bláæðablóðs inn í vöðva,
með þeim árangri, að öllum batnaði og hafa ekki fundið til síðan
í 1—IV2 ár.
Hólmavíkur. Mörg' tilfelli af urticaria og eczema á börnum hér. Er
vafalaust af ofnæmi fyrir ýmsum matartegundum.
19. Menstruatio praecox.
Dala. 9 ára gömul telpa fékk vagínalblæðingu án ytra tilefnis,
trauma eða þess háttar, og stóð í 3 daga. Telpan er stór eftir aldri
og þroskamikil, en hafði einnig önnur einkenni um óeðlilega hraðan
kynþroska. Samkvæmt uppiýsingum, er ég fékk siðar, hefur ekki blætt
nema í þetta eina sinn.
20. Morbus Basedowii.
Fáskrúðsfi. 1 karlmaður um fertugt. Var sendur í Landsspítalann
til uppskurðar.
21. Morbus cordis.
Borgarnes. 1 með arythmia cordis, morbus cordis 3, angina pectoris
1, adynamia cordis 4.
Dala. 4 tilfelli — 1 mannslát.
Flateyrar. 19 sjúklingar leituðu mín á árinu með hjartabilun.
Blönduós. Með angina pectoris ganga nokkrir sjúklingar, og einn
fór úr þessu á árinu. Ég hef í seinni tíð notað erythronitrol í stað
nítroglýseríns og' tel það betra lyf, sökum þess hve verkanir þess
endast lengur. Hér ein innlend ætt, þar sem faðir og 3 eða 4 synir hafa
farið úr hjartaslagi, en síðasti bróðirinn gengur með hjartakveisu,
en er þó kominn um áttrætt.
Olafsfi. 1 sjúklingur með angina pectoris.
Akureijrar. Hjartasjúkdómar og hjartataugatruflanir eru hér til-
tölulega algengir.
Berufi. 27 ára karlmaður hafði fengið febris rheuinatica haustið
fyrir og upp úr því endocarditis lenta. Var sendur á Landsspítalann
mjög aðfram kominn, en lézt skömmu eftir að hann kom þangað.
Vestmannaeijja. Alltaf mörg tilfelli.
22. Morbus Méniére.
Berufi. 1 slæmt tilfelli, karlmaður um ferugt. Fór til Reykjavíkur
og fékk sig þar góðan.