Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 101
99
er að verða fáanleg, og kvenfólk gengur sér til húðar við húsverkin
og getur ekki undir nokkrum kringumstæðum bætt við sig hjúkrun
sjúkra, sízt geðveikra, sem þurfa oft stöðugt eftirlit.
Um fávita.
Borgarfi. Fávitahæli með 20 sjúklingum tók til starfa í gamla læknis-
bústaðnum á Kleppjárnsreykjum. Sjúklingarnir komu flestir frá Sól-
heimum í Grímsnesi, er fávitahælið þar var lagt niður.
Borgarnes. Meðferð vanmeta aumingja skilst mér hvarvetna mann-
úðleg.
Hestegrar. Fávitar verða að teljast margir í ekki fjölmennara héraði.
Um málhalta.
Seyðisfi. Málhaltir engir taldir. Þó til menn, sem stama lítils háttar.
U m h e y r n a r 1 a u s a.
Blönduós. Hér var fyrir nokkru á ferðinni erindreki frá félaginu
Heyrnarhjálp og fékk hingað til viðtals það fólk, sem er mjög heyrnar-
sljótt, í því skyni að rannsaka, hvort ástand þess mætti bæta með
heyrnarmögnurum. Eitthvað af slíkum tækjum var fengið hingað, en
þau niunu vera lítið notuð.
Um blinda.
Rvík. Skýrsla þessi er eins og áður tekin eftir bæjarmanntalinu
og aukið við hana eftir öðrum heimildum. Að þvi er tekur til blindra,
hefur verið stuðzt við skýrslur og spjaldskrár Blindravinafélagsins.
Skýrslan er þó naumast tæmandi.
Blönduós. Nokkur blind gainalmenni hafa til afnota útvarpstæki frá
Blindravinafélagi íslands.
Um deyfilyfjaneytendur.
Blönduós. Hér á Blönduósi er 1 kona morfínisti vegna gallkveisu-
kasta. Hún er á níræðisaldri.
Sauðárkróks. Deyfilyfjaneytendur engir skráðir. En til álita gæti
komið gömul kona, sem árum saman hefur notað tinct. thebaica vegna
verkja í holi. Telst mér til, að hún muni nota ca. 40 g mánaðarlega,
og getur hún víst illa verið án þess.
Seyðisfi. Deyfilyfjaneytendur 3. Einn þeirra er 64 ára kona, sem er
mikil vandræðamanneskja, og hefur lengi verið lagt kapp á að koma
henni á hæli, en ekki tekizt. Hinir 2 eru virðingarverð raunahjón,
heilsulítil bæði. Hafa þau mikil störf með höndum og rækja þau sam-
vizkusamlega. Leggja bæði mikið á sig til að venja sig af þessari leiðu
nautn, en standa í stað og komast ekki lengra.
Berufi. Deyfilyfjaneytanda er líklega hægt að telja einn í héraðinu.
Er það kona ein karlæg, um sextugt, er þjáist af rheumatismus
chronicus. Hún hefur fengið á árinu um 500 g 'Guttae rosae og um
475 g Tinct. thebaica. Eitthvað meira mun hún hafa fengið af lyfj-
um þessurn annars staðar frá.
Vestmannaegja. Deyfilyfjaneytendur hinir sömu og áður. Nota
minna upp á síðkastið, en fara óliklegustu krókaleiðir, og er ekkert
um þetta hægt að fullyrða.