Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 8
6
kostum, að því er húsnæði snertir, hafi frekar versnað en batnað
á árinu.
Hafnarfi. Atvinna nægileg. Fiskafli togara og smærri báta ágætur.
Hlutaafli sildveiðimanna góður.
Skipaskaga. Vertíð í góðu meðallagi. Síldarafli góður um sumarið,
og höfðu þeir, sem sjóinn stunduðu um sumarið, því góðar árstekjur.
Árferði til landsins mátti heita gott.
Borgarfi. Efnahagur bænda batnandi.
Reykhóla. Þegar ég kom í þetta hérað 1943, virtist hagur manna
og afkoma hér eins og annars staðar á landinu mjög góð, miðað við
það, sem áður var. Hefur það haldizt og vel það á þessu ári. Eru nú
allflestir bændur góðir bjargálnamenn, þó að eðlilega hittist einstaka
undantekningar.
Patreksfi. Svo má segja, að lánið hafi leikið við héraðsbúa, að svo
miklu leyti sem þeir hafa getað tekið því. Atvinna á Patreksfirði
meiri en nóg. Á undanförnum árum hafa alltaf verið fengnir upp
undir 50 Færeyingar, sem eru við almenna daglaunavinnu og annað
það, sem til fellur. Þeir hafa flestir komið í febrúar—marz og verið
þangað til í október—nóvember, en sumir allt árið. Allar sveitir hér-
aðsins lifa að meira eða minna leyti af því, sem fæst úr sjónum.
Jarðir eru, með sárfáum undantekningum, svo litlar, að þær hafa
varla nokkurn tíma getað framfleytt fjölskyldu á landbúnaði einum
saman. Alla leið frá Látrum, en þar er dálítið þorp með 60—70 ibúa,
um Breiðuvík, Kollsvík, Hænuvík, Patreksfjörð og Tálknafjörð, er
varla til það býli, sem ekki hefur trillubát til afnota, og fást af því
drjúgar tekjur á vor- og haustvertíð, auk fiskætis fyrir heimilið. Á
Barðaströnd og Bauðasandi er sjaldan farið á sjó vegna hafnleysis,
en þó munu margir þar afla sér í soðið; en frá allflestum heimilum
í þeim sveitum eru inenn á togurum eða mótorbátum lengri eða
skemmri tíma ársins, þó að þeir séu heima um sláttinn og' aðra helztu
annatíma.
Flateyrar. Árið hagstætt héraðsbúum til hvers konar athafna. Sjó-
menn öfluðu sæinilega síðast liðna vetrar- og vorvertíð og jafnvel
nú á haustvertíðinni. Afkoma þeirra varð sæmileg þá mánuði, sem
sjór var sóttur, en langir tímar liðu, svo að bátarnir voru ekki
hreyfðir, og varð því heildarútkoma sjómanna léleg á þessu ári.
Sumarmánuðina lágu bátarnir flestir í legufærum sínum hér á Flat-
eyri, bæði vegna þess að það þykir ekki borga sig að gera þá út
nema í uppgripafla, og svo hins, að menn fengust engir til að stunda
sjó. Atvinna i landi var engin, sem byði betri kjör, því að síldar-
bræðsla á Sólbakka var ekki stunduð, og íshúsin höfðu litla atvinnu
að bjóða, þar sem fáir reru til fiskjar og aðeins á opnum smábát-
um. Virtist mér ástæðan sú, að fólk vildi hafa sumarorlof helzt allt sum-
arið og gera hvern dag það eitt, sem það lysti, í fullu sjálfræði. Menn
reru út á fjörðinn til fiskjar, þegar blíðast var veðrið, en dunduðu
við heyskap handa búfé sínu þess á milli. Á Suðureyri var sjór sóttur
af kappi allt sumarið, enda mun afkoma sjómanna hafa verið mun
betri þar en hér. Afkoma daglaunafólks mun yfirleitt hafa verið lé-
leg, en þó nægt til lífsframfæris fyrir þá sök, að hér er ódýrt að lifa