Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 184
182
10. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Rauðakrossdeild Akraness gekkst fyrir námskeiðum i
hjálp í viðlögum í sambandi við slysavarnardeild kaupstaðarins, og
voru haldin 2 námskeið. Einnig kenndi héraðslæknir nokkrum skát-
um hjálp í viðlögum.
Borgarnes. Alþýðufræðsla eingöngu í einkasamtölum við fólk.
Ólafsvíkur. Alþýðufræðsla engin nema barnaskólinn.
Blönduós. Alþýðufræðslu um heilbrigðismál hef ég alveg gefizt upp
við, öðru vísi en þá munnlegu leiðbeiningastarfsemi, sem fylgir venju-
legum læknisstörfum. Húnvetningar yfirleitt telja það tæplega sam-
boðið vizku sinni og þekkingu að sækja fræðandi fyrirlestra, að Skaga-
búum undan teknum, en þeir taka slíku vel. Sú eina fræðsla, sem hér
kæmi til greina, verður að vera í rituðu máli, og hefur mér áður
komið til hugar að g'efa út pésa með yfirliti yfir heilbrigðismál hér-
aðsins, siðan ég tók við, en enn hefur ekki orðið úr framkvæmdum í
því efni, þrátt fyrir það, að sýslunefnd samþykkti til þess dálítinn
styrk fyrir nokkrum árum. Úr framkvæmdum varð ekki, einkum
vegna aukins prentunarkostnaðar, en ég hef þetta í huga, þó varla
lyrr en um 15 ára tímabil væri að ræða. Ég hef orðið þess var, að
hinar opinberu heilbrigðisskýrslur, sem lestrarfélög sveitanna fá nú,
eru talsvert lesnar, og tel ég það vel til fallið að gefa almenningi
sem greiðastan aðgang að þeim.
ólafsfj. Ég kenndi hjálp í viðlögum í unglingaskólanum. Einnig
tók ég kynsjúkdóma til rækilegrar athugunar.
Akuregrar. Ég hef á þessu ári eins og á undanförnum árum flutt eitt
erindi um heilbrigðismál í flestum hreppum læknishéraðsins, og þá
komið því þannig fyrir, að erindið væri flutt í sambandi við sam-
komu, þar sem fleiri skemmtiatriði voru á boðstólum og hægt var
að ná til tiltölulega margra héraðsbúa. Þá hef ég einnig kennt hér
heilbrigðisfræði 1 tíma í viku í Gagnfræðaskóla Akureyrar og þá
einnig lagt mesta áherzlu á heilsurækt og hreinlætismál.
Seyðisfj. Engin opinber fræðsla, en reynt að upplýsa fólk í dag-
legri umgengni um hollustuhætti, og ekki vantar orðið bókakost á
þeim sviðum, ef fólkið vill fræðast.
Vestmannaeyja. Fólki leiðbeint um heilbrigðismál, eftir þvi sem
aðstæður leyfa, en þær eru erfiðar. Samkomuhúsin hafa skemmt-
anir, kvikmyndasýningar og dans, og tekur þetta frítíma fólksins.
Fræðsluþráin situr að öllu jöfnu á hakanum.
11. Skólaeftirlit.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðanir vantar í þetta sinn úr 2 læknishéruð-
um (Öxarfj. og Hróarstungu). Skýrslur þær, er borizt hafa, taka alls
til 13745 barna.
Samkvæmt heildarskýrslu (tafla X), sem gerð hefur verið upp
úr skólaskoðunarskýrslum héraðslæknanna, hafa 11320 börn, eða