Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Blaðsíða 202
200
Miðfí. Byrjað á byggingu frystihúss á Hvainmstanga.
Blönduós. Framfarir til almenningsþrifa urðu þær helztar, að
lokið var við að reisa stórt og myndarlegt hraðfrystihús á Hólanesi,
og nokkuð var haldið áfram við hafnargerðina í Höfðakaupstað.
Sauðárkróks. Lokið var við lagningu skólpræsa, og munu nú flest
hús vera komin í samband við þau. Undirbúningur er hafinn til virkj-
unar fyrir rafmagnsstöð. Er það orðið mjög aðkallandi, því að raf-
magn er varla til ljósa, eins og’ er. Einnig er í undirbúningi stofnun
litgerðarfyrirtækis og ráðgert að kaupa vélbát einn eða fleiri, eftir
því sem fé verður til.
ólafsfi. Gerður 150 m hluti af vesturgarði hafnarinnar. Af norður-
garði var gerður ca. 50 m hluti. Einnig lagður sérstakur vegur niður
að höfninni til aksturs á grjóti. Lokið við að steypa búningsklefa
sundlaugarbyggingar og múrslétta að innan. Einnig frárennsli frá
hitaveitu leitt í laugina og hitalögn komið fyrir til upphitunar bygg-
ingarinnar. Kaupfélag Eyfirðinga stækkaði hraðfrystihús sitt að mun
og byggði í sambandi við það nýtt sláturhús. Um það bil 900 m við-
bót var gerð við vatnsveitu kauptúnsins til þess að auka vatnsmagn.
Voru notaðar steyptar pípur, en fljótt bilaði þessi nýja viðbót á þann
bátt, að pipurnar molnuðu sundur. Mikið unnið í þjóðveginum, svo
að bílfært varð á sveitarenda fram að Lágheiði.
Akureyrar. Eitt merkilegasta heilbrigðismálið, sem hrundið hefur
verið í framkvæmd innan héraðsins á árinu, er vatnsveita, sem komið
var á í Glerárþorpinu, og mun nú vera vatn lagt þar inn í hvert hús.
Vatnið er tekið frá vatnsveitu Akureyrar, og er því þarna um hið
bezta vatn að ræða, en áður höfðu þorpsbúar ekki annað en óhreint
vatn úr lélegum brunnum, og gat stafað af því hin mesta sýkingar-
hætta. 1938 og 1939 var mikil hreyfing uppi um það meðal Glerár-
þorpsbúa að fá vatnsveitu, og lagði ég þá þegar mjög fast að þeim
að hrinda þessu máli í framkvæmd, skoðaði brunnana og benti þeim
á, hversu gífurleg sótthætta og óþrifnaður stafaði af brunnavatninu.
Var málið þá komið á svo góðan rekspöl, að ekki vantaði annað en
samþykki og ábyrgð hreppsnefndarinnar fyrir því fé, sem vatnsveitan
átti að kosta, en það voru ca. 15—20 þúsund kr. Nú mun vatnsveitan
hafa kosað þá 75—100 þúsund krónur, og er þetta talandi dæmi þess,
hvaða tjón þröngsýnar og einhliða hreppsnefndir geta bakað hrepps-
búum ineð skammsýni sinni og afturhaldssemi um framgang nauð-
synlegra og sjálfsagðra heilbrigðismála.
Höfðahverfis. Mjög litið um allar framfarir. Lítið miðar Svalbarðs-
strandarveginum áfram. Er þó kominn inn í hreppinn.
Þistilfj. Aframhaldandi umræður um vatnsleiðslu til þorpsins, og
er nú von um, að úr rætist bráðlega. Vöntun skipulagsuppdrátta fyrir
Þórshafnarkauptún er mjög til baga, þegar hugsað er til slíkra al-
menningsframkvæmda.
Vopnufj. Bryggja hreppsins breikkuð og kostað til þess um 50 þús-
und krónum.
Seyðisfj. Framfarir enn aðallega á pappírnum. Fest hafa þó verið
kaup á 2 80 smálesta fiskibátum í Svíþjóð. Sett var á stofn vinnu-
fatagerð, bátasmiðastöð og slippur.