Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 72
1958
— 70
nema hvað hinn venjulegi slæðingur
af kvefsótt, hálsbólgu og iðrakvefi
gerði vart við sig.
Kópaskers. Heilsufar gott allt árið.
Raufarhafnar. Heilsufar ágætt í hér-
aðinu.
Þórshafnar. Heilsufar yfirleitt gott.
Sei/ðisfj. Heilsufar yfirleitt gott.
Búða. Heilsufar í meðallagi.
Hafnar. Heilsufar gott.
Víkur. Heilsufar óvenjugott á árinu.
Selfoss. Heilsufar mátti heita gott í
héraðinu þetta árið. Fremur lítið um
farsóttir.
Kópavogs. Heilsufar fremur gott.
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—28.
1. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
1954 1955 1956 1957 1958
Sjúkl. 8466 10065 10425 8313 8883
Dánir 112 1,,
Varð engum að bana og af henni
engin sérstök tíðindi umfram venju.
Akranes. Gerir að venju allmikið
vart við sig allt árið, en var ekki
skæð.
Kleppjárnsreykja. Skráð alla mán-
uði ársins.
Reykhóla. Tilfelli flesta mánuði
ársins, þó einkum í júlí, ágúst og
september.
Flateyjar. 7 sjúklingar skráðir, flest-
ir í sambandi við kvefsóttina. Engir
teljandi fylgisjúkdómar.
Hvammstanya. Mjög mikið um háls-
hólgu og kvef.
Blönduós. Stakk sér að vanda niður
alla mánuði ársins og var verst i októ-
ber, þá allútbreidd, og nokkur tilfelli
með drepi og háum hita.
Ólafsfj. Gerði vart vð sig alla mán-
uði ársins nema apríl og september.
Akureyrar. Aldrei verulega útbreidd
á árinu, en skráð flest tilfelli siðustu
3 mánuði ársins.
Grenivikur. Nokkur tilfelli alla mán-
uði ársins.
Kópaskers. Nokkur tilfelli flesta
mánuði ársins.
Þórshafnar. Skráð flesta mánuði
ársins.
Nes. Viðloðandi allt árið.
Eskifj. Skráð alla mánuði ársins, en
aldrei mjög algeng eða skæð.
Búða. Gerði vart við sig alla mán-
uði ársins.
Vestmannaeyja. Mest áberandi i jan-
úar og febrúar, en í heild sinni með
minna móti.
Eyrarbakka. Mánaðarlega nokkur
tilfelli allt árið, einu sinni með
abscess.
Keflavíkur. Slæðingur alla mánuði
ársins, nema í júnimánuði.
Hafnarfj. Jafndreifð allt árið að
heita mátti, en þó voru nokkru fleiri
tilfelli siðustu sumarmánuðina.
2. Kvefsótt
(catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2.
1954 1955 1956 1957 1958
Sjúkl. 27438 25008 21929 16738 21011
Dánir 3 7 7 2 7
Kvefár i meðallagi, sums staðar
nokkurt faraldurssnið á og þó ekki
venju fremur.
Akranes. Er nokkur allt árið og mis-
munandi eftir mánuðum, en engir stór-
faraldrar.
Kleppjárnsreykja. Talsvert útbreidd
allt árið, en þó einkum vor- og haust-
mánuði. Smitunarmöguleikar virðast
vera óvenjumiklir hér um slóðir vegna
mikillar tilfærslu fólks úr öðrum hér-
uðum landsins í skólana hér.
Búðardals. Viðloða allt árið, en í
júlí og ágúst gekk hér slæm og á ýms-
an hátt óvenjuleg kvefsótt. Lagði hún
í rúmið heil heimili með allháum
hita, liöfuðverk og hósta (nokkur til-
felli i júní munu hafa verið skráð sem
inflúenza). Önnur einkenni, sem nokk-
uð bar á, voru ógleði og uppköst,
særindi í hálsi og fínt papulert exan-
them i andliti og á búk. Kvilli þessi
kom harðar niður en venjulegt kvef
og skildi eftir sig nokkur tilfelli af
bronchopneumonia, bronchitis og
myoses lumbales i eldra fólki.
Reykhóla. Viðloðandi flesta mánuði
ársins.