Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 74
1958
— 72 —
Akureyrar. 2 tilfelli á mánaðar-
skrám, en 5 tilfelli liafa verið lögð
inn á Sjúkrahús Akureyrar til með-
ferðar þessum sjúkdómi á árinu, og
mun því 5 vera hin rétta tala.
8. Taugaveiki (febris typhoidea).
Töflur II, III og IV, 8.
1954 1955 1956 1957 1958
Sjúkl. „ „ „ „ „
Landið sem fyrr taugaveikislaust og
hefur verið síðast liðin 10 ár.
9. ISrakvef (gastroenteritis acuta).
Töflur II, III og IV, 9.
1954 1955 1956 1957 1958
Sjúkl. 4414 4831 3983 4293 6053
Dánir 7 5 3 4 7
Tilfelli með fleira móti við það, sem
verið hefur undanfarin ár.
Akranes. Kemur fyrir alla mánuði
ársins og faraldur að því í febrúar og
desember.
Reykhóla. Ber alltaf af og til á því.
Flateyjar. Stakk sér niður um sum-
arið og smáfaraldur í október.
Þinyeyrar. Viðloðandi fyrra hluta
árs, hámark í marz, þá yfir 40 veikir
í Núpsskóla, en 54 á mánaðarskrá.
Aftur faraldur seinna hluta árs. Alls
veiktust 135. Faraldurinn óljós, með
margs konar einkennum, þó að mest
bæri á einkennum frá þörmum.
Bolungarvikur. Hingað barst
snemma í marz smitandi sjúkdómur,
sem einkum lýsti sér með ógleði, upp-
köstum og verkjum í kvið. Tel ég það
vera gastroenteritis.
Hvammstanga. Meira bar á iðrakvefi
en áður og mest um haustið.
Blönduós. Stakk sér niður alla mán-
uði ársins, og var langmest um það i
maí, því að þá var bersýnilega um
faraldur að ræða með háum hita, upp-
köstum og niðurgangi.
Hofsós. Barst frá Reykjavík í des-
ember, en náði ekki verulegri út-
breiðslu. Hiti var allhár, áberandi
beinverkir og almenn vanlíðan.
Akureyrar. Mjög lítið gert vart við
sig á árinu. Flest tilfelli skráð í júní-
mánuði.
Grenivíkur. Nokkur tilfelli flesta
mánuði ársins.
Þórshafnar. Nokkur tilfelli seinustu
mánuði ársins.
Seyðisfj. Iðrakvef gerði með minna
móti vart við sig og allt væg tilfelli.
Eskifj. Alla mánuði nema júlí og
desember. Vægur faraldur í ágúst, sem
batnaði fljótt.
Búða. Talsverður faraldur í ágúst
og september.
Víkur. Mikið um iðrakvef á árinu,
mest í marz.
Vestmannaeyja. Með meira móti.
Nálgaðist faraldurssnið í febrúar, en
þar lcunna byrjunareinkenni inflúenz-
unnar, sem þá var í uppsiglingu, að
hafa verið skráð sem iðrakvef.
Hellu. 2 ára gamalt stúlkubarn fékk
svæsna gastroenteritis og skömmu
siðar paresis facialis vinstra megin.
Nokkur þroti sást á hálsi, og hiti var
nánast bifasiskur.
Eyrarbakka. Nolekur tilfelli mánað-
arlega flesta mánuði ársins, mest vor
og haust.
Keflavíkur. Kom fyrir alla mánuði
ársins, en flest tilfellin í nóvember.
Hafnarfj. Varð vart alla mánuði
ársins; yfirleitt væg.
10. Inflúenza.
Töflur II, III og IV, 10.
1954 1955 1956 1957 1958
Sjúkl. 2342 11044 11934 18386 1568
Dánir 4 12 24 55 5
Asíuinflúenzan, sem gekk haust- og
vetrarmánuði fyrra árs, mátti lieita
um garð gengin um áramót. Inflúenzu-
tilfelli þau, sem skráð eru á þessu ári,
eru nokkuð jafnt dreifð á árið, en þó
flest á tímabilunum april—maí og júlí
—september. Þó að eftirhreytur fyrra
árs faraldurs hafi vafalaust náð yfir
á þetta ár, líkjast útbreiðsluhættir
veikinnar vissulega ekki inflúenzu,
enda eru ýmsir læknar í vafa um,
hvort hér hafi verið á ferð inflúenza
cða innlend kvefsótt. En einnig kemur
til greina faraldur sá með heilahimnu-