Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Side 85
— 83 —
1958
0— 7 ára: 801, þar af jákvæð 25 eða 3,1 %
7—14 — : 10675,---------— 560 — 3,4 —
14—20 — : 2385,---------— 247 — 10,4 —
Yfir 20 — : 179,---------— 53 — 29,6 —
NiðurstöSur prófanna i aldurs-
floklcnum 0—7 ára hafa naumast stað-
tölugildi, með því að hópurinn er
svo fámennur og tvímælalaust valið i
hann.
Skýrsla berklayfirlæknis 1958.
Arið 1958 voru framkvæmdar
herklarannsóknir (aðallega röntgen-
rannsóknir) í 20 læknishéruðum. Voru
alls rannsakaðir 22984 manns, á 6
heilsuverndarstöðvum 20872, aðallega
úr 8 læknishéruðum (berklarannsókn-
ir í Hafnarfirði og Kópavogi eru stöð-
ugt framkvæmdar af Heilsuverndar-
stöðinni i Reykjavík), en með ferða-
i'öntgentækjum 2112 manns, aðallega
úr 13 læknishéruðum. Fjöldi rann-
sókna er hins vegar langtum meiri,
þar eð margir koma oftar en einu
sinni til rannsóknar, einkum á stöðv-
arnar. Námu þær alls 26505.
Arangur rannsókna heilsuverndar-
stöðva er greindur sérstaklega (sbr.bls.
124—126). Af 2112, sem rannsakaðir
voru með berklaprófi og litlum ferða-
röntgentækjum i 13 læknishéruðum,
fundust að þessu sinni 6 sjúklingar,
sem taldir voru með virka berklaveiki
°g allir áður óþekktir (2,8%® hinna
rannsökuðu). Einn þessara sjúklinga,
15 ára að aldri, fannst í einum fjöl-
niennasta héraðsskóla landsins. Var
bann með litils háttar bólgublett i
öðru lunga og reyndist með smitandi
berkla við nánari rannsókn. Annar
s.)úklinganna, 18 ára piltur, fannst í
kaupstað norðan lands. Heildarrann-
sókn var gerð á íbúum Vopnafjarðar-
héraðs. Var hún framkvæmd i júní-
mánuði að tilhlutan héraðslæknisins
þar og alls rannsakaðir 667 manns
<91,6% ibúanna), eða nálega allir, sein
i héraðinu dvöldust og voru færir um
að koma til rannsóknarinnar. Hafði
héraðslæknirinn þá þegar framkvæmt
víðtækt berklapróf á börnum og ung-
lingum og orðið var berklasmitunar
og sent 3 börn á aldrinum 12—13 ára
á Kristneshæli, áður en röntgenrann-
sóknin hófst. Við þá rannsókn fundust
4 í viðbót með virka berklaveiki, 3
börn og einn karl, 29 ára með smitandi
berklaveiki i lungum á allháu stigi.
Var sá talinn valdur að faraldri þess-
um. Voru allir þessir sjúklingar sendir
á berklahæli þegar i stað. Athugunum
á öðrum nvsmituðum var síðan haldið
áfram fram eftir sumri, og enn voru
3 börn send til meðferðar í hæli, þar
sem þau reyndust með virkan berkla-
sjúkdóm. Tvö börn (3ja og 5 ára)
fengu meðferð heima með berklalyfj-
um. Með vissu er talið, að 17 börn
innan við 16 ára aldur hafi smitazt
frá þessari einu smitunaruppsprettu,
og lilclegt er, að einn 15 ára piltur og
3 fullorðnir (aldur 19—32 ára) hafi
einnig tekið þaðan smit, eða alls 21
manns. Af hinum smituðu voru 12
laldir hafa fengið virka berklaveiki.
Pilturinn, sem talið var, að valdið
hefði smituninni, fór héðan til að-
gerðar í Landsspitalann, og var gerð-
ur á lionum lungnaskurður. Heilsaðist
honum vel. Með hælisvist og berlda-
lyfjagjöf urðu afdrif allra hinna sjúk-
linganna einnig góð, og voru þeir allir
komnir heim til sin og lausir úr með-
ferð fyrir árslok 1959.
I októbermánuði var framkvæmt
víðtækt berklapróf á börnum i Kefla-
vík (á aldrinum 1—13 ára). Voru alls
prófuð 996 börn. Að þessu sinni var
gert Mantouxpróf með tveimur anti-
genum, venjulegu human tuberculini
PPD og antigeni, sem unnið er úr
Mycobacterium „Battey“ PPD. Bæði
þessi antigen voru gefin hverju barni
samtimis, hvort i sinn handlegg. Var
þetta gert í þeim tilgangi að vita, hvort
munur væri á svörun þessara beggja
antigena, en Batteyantigenið er talið
vera úr apathogen Mycobacteria. Eng-
inn öruggur mismunur kom fram. Eins