Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Síða 115
— 113 —
1958
aftan á. Á heykvíslinni voru 6 krakk-
ar, allir innan við fermingu, stand-
andi og hangandi eins og apar uppi
á þessu járnverki. Ekki þarf að taka
fram, að vélin var á ferð.
Blöndnós. Slysfarir með meira móti,
og varð 1 dauðaslys, auk þess sem
gamall maður úr Höfðakaupstað dó á
spítalanum af afleiðingum nýafstaðins
bílslyss. Dauðaslysið varð með þeim
íiætti, að við sprengingu i sambandi
við stiflugerð í Svínavatnsósi þeyttist
steinn um 30 metra veg og lenti á
brjósti manns, sem mun hafa dáið
samstundis. Hann var úr Hnappadals-
sýslu, 19 ára gamall efnismaður.
Nokkru siðar varð aftur slys á þess-
0m sama stað, er ungur maður varð
nndir mjög þungu járnstykki, svo að
mjaðmargrind hans brotnaði. Hann
var sendur á Landsspítalann í flugvél.
13 ára gömul stúlka féll af bílpalli og
fékk kúpubeinsbrot, lá rænulaus í
nokkra daga á spítalanum, en hresstist
svo smám saman. Önnur brot: Fract.
bumeri 1, antebrachii 2, tibiae 2, fi-
bulae 3, radii 1, malleolorum 2, cla-
viculae 5, costae 2, metacarpi 1, digiti
3- Lux. patellae 1, humeri 2, digiti 1.
Benjar 28, tognanir 14, mör 21, ögn
1 auga 18. Aflimun á fingri 2. Saumar
á sári 18, þar af í 1 skipti saumur á
skorinni fingursin, numin ögn úr auga
18 skipti. Þá komu brunar fyrir 5
sinnum, en enginn stórfelldur.
Höfða. Öldruð kona varð fyrir bil,
hálsbrotnaði og lézt um leið. Gamall
maður, sem ætlaði að koma henni til
hjálpar, varð einnig fyrir bilnum og
lærbrotnaði. Var fluttur á Blönduós-
spítala, en lézt þar daginn eftir af
blóðtappa. Annars engin teljandi slys.
Hofsós. Vulnera 28, distorsiones 9,
eontusiones 8, combustiones 5, per-
niones 1, corpus alienum oculi 4, flís
i holdi 1, conjunctivitis traumatica 2.
Ungur drengur i Fljótum gleypti títu-
Prjón. Fékk skömmu síðar verki, upp-
köst og hita. Var sendur til Siglufjarð-
j11-. þar sem fylgzt var með títuprjón-
inum i skyggningu, þar til hann gekk
oiður. Skólapiltur á Hólum fékk 2.
stigs kal á fótum á skiðagöngu. Maður
lenti með hönd í roðflettingarvél og
fletti húð af löngutöng. Fract. digiti
manus 2, ossis metatarsi 1, ossis carpi
1, calcanei 1, ossis nasalis 1, radii
(Collesi) 1.
Ólafsfj. Vulnera incisa 36, dilacerata
16, puncta 8. Distorsiones 14, con-
tusiones 30, combustiones 6. Fract.
dentis 1, phalangis digiti sin. 1,
costae 1, claviculae 1, tibiae 2, radii
1, ulnae 1, cartilaginis costae 1. Com-
motio cerebri 3. Corpus alienum cor-
neae 8, conjunctivae 3, nasi 1, faucium
1. Abrasiones cutis 4. Morsus canis 1.
Hyphema traumatica 1: Maður var að
skjóta kind i sláturhúsi, en kúlan fór
alla leið í steingólf og endurkastaðist
i auga hans.
Dalvíkur. Slysaár. Innan héraðs
varð eitt dauðaslys: Þrítug kona varð
undir dráttarvél og beið bana sam-
stundis.
Akureyrar. Vulnera 171, corpus
alienum 45, combustio 10, luxatio hu-
meri 9, commotio cerebri 17, ruptura
renis 2, ruptura tendinis Achillis 2,
fract. costae 7, claviculae 5, digiti 9,
radii 6, ulnae 3, antebrachii 7, humeri
3, malleoli 6, colli femoris 3, femoris
3, pelvis 4, columnae 6, cranii 3, per-
foratio oculi traumatica 2, amputatio
traumatica digitorum 2, antebrachii 1
og phalangis 1. Hinn 29. marz varð
hörmulegt flugslys á Öxnadalsheiði. 4
ungir stúdentar voru í lítilli einka-
flugvél á leið frá Reykjavik til Akur-
eyrar og höfðu lagt svo seint af stað
frá Reykjavík, að þeir áttu að ná til
Akureyrar rétt fyrir myrkur. Er að
Öxnadalsheiði kom, skall á þá dimmt
hriðarél, og munu þeir þá hafa ætlað
að snúa við, en lent í fjallshliðinni að
norðan nokkru ofan Bakkasels. Allir
munu piltarnir liafa látizt, þegar er
vélin rakst á fjallshlíðina. Er flugvélin
kom ekki til Akureyrar á tilsettum
tíma, var gerður út leiðangur frá Ak-
ureyri um kvöldið, en þar eð snjór
var mikill og færð mjög erfið, en eng-
inn snjóbíll til á staðnum, tók það alla
nóttina fyrir leiðangurinn að komast
á slysstaðinn. Hinir látnu stúdentar
voru: Bragi Egilsson, Hléskógum, Geir
Sigurðsson, Djúpavogi, Jóhann Georg
Möller, Reykjavík, og Ragnar Friðrik
Ólafsson Ragnars, Siglufirði. Þá varð
annað hörmulegt slys hér, er bill ók
15