Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 133
— 131 —
1958
II. Sýnishorn.
Fjöldi Aðfinnslu- Gerlafjöldi Fita
sýnishorna verð of mikill of lítil
Samsölumjólk 405 52 49 3
Rjómi 75 2 2 >>
Mjólk til gerilsnevðingar 118 29 29 >>
Þvegnar mjólkurflöskur . 49 2 2 >>
Mjólkur- og rjómaís 83 59 45 21
Kjöt og kjötvörur 70 8 >> >>
Ivornvara 6 6
Mjólkurvörur 29 13 >> >>
Neyzluvatn 98 25 >> >>
Baðvatn 14 4
Þvegin matarílát 206 137 >> >>
Undanrenna 22 3 >>
Súrmjólk 10 2 >> >>
Samtals 1185 342 127 24
Sýnishorn eru tekin af matvælum,
eftir því sem þurfa þykir, og þau send
til rannsóknar, ýmist í Rannsóknar-
stofu Háskólans eða Atvinnudeild Há-
skólans. Skemmdum (ónejrzluhæfum)
niatvælum er eytt í samráði við heil-
brigðiseftirlitið. Á þessu ári var eytt,
eftir kröfu heilbrigðiseftirlitsins, sem
hér segir: Kjöt 5724 kg, sláturafurðir
2490 kg, fíkjur 324 kassar, ýmislegt
85 kg. Mestur hluti kjöts þessa var
órskurðaður til eyðingar við mat í
kjötskoðun bæjarins.
E. Barnahæli, leikskólar og uppeldis-
heimiii.
tfvik. Barnavinafélagið Sumargjöf
rak eftirtalin dagheimili og leikskóla,
°g dvöldust þar samtals 1048 börn,
dvalardagar 190806:
Grænaborg: Þar var leikskóli alla
virka daga ársins. Starfsdagar voru
300, dvalardagar 18361 og barnafjöldi
248.
Vesturborg: Dagheimili alla virka
daga ársins. Starfsdagar voru 300,
dvalardagar 11852, barnafjöldi 98.
Tjarnarborg: Þar var bæði dag-
heimili og leikskóli 8 mánuði ársins.
Starfsdagar voru 282, dvalardagar
21431, barnafjöldi 164.
Steinahiíð: Dagheimili alla virka
daga ársins. Starfsdagar voru 300,
dvalardagar 12770, barnafjöldi 95.
Barónsborg: Leikskóli alla virka
daga ársins. Starfsdagar voru 300,
dvalardagar 31567, barnafjöldi 276.
Drafnarborg: Leikskóli alla virka
daga ársins. Starfsdagar voru 300,
dvalardagar 28176, barnafjöldi 220.
Brákarborg: Leikskóli alla virka
daga ársins. Starfsdagar voru 300,
dvalardagar 25639, barnafjöldi 233.
Laufásborg: Þar var daglieimili og
leikskóli. Starfsdagar 282, dvalardagar
25623, barnafjöldi 244.
Austurborg: Þar er leikskóli, er tók
til starfa á árinu. Starfsdagar voru
150, dvalardagar 5387, barnafjöldi 70.
Reykjavíkurbær rak 3 barnaheimili:
Vöggustofu að Hlíðarenda fyrir 22
börn á aldrinum 0—18 mánaða. Þar
dvöldust á árinu alls 61 barn, dvalar-
dagar 9329. Vistheimili að Silunga-
polli fyrir 30 börn á aldrinum 3—7
ára, dvalardagar 12679. Reykjahlið í
Mosfellssveit, þar sem er vistheimili
fyrir 20 börn, einkum munaðarlaus.
Dvalardagar þar voru alls 40014.
Barnaverndarnefnd hafði stöðugt
eftirlit með 74 heimilum á árinu. Enn
fremur hefur starfsfólk nefndarinnar,
ýmissa orsaka vegna, komið á fjöl-
mörg heimili og veitt margvíslegar
leiðbeiningar og aðstoð. Nefndin út-
vegaði 124 börnum og unglingum dval-
arstaði. Fóru 16 þessara barna í fóst-
ur á einkaheimili. 108 börnum var
komið fyrir um lengri eða skemmri