Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Síða 141
— 139
1958
vik („kjallarann") komu 4791 manns,
en þar með eru taldir ailmargir
„gestir“, heimilisleysingjar og aðrir,
sem skotið var yfir skjólshúsi nótt og
nótt. Langflestir, eða rösklega 4200,
dvöldust þarna vegna ölvunar. Áfeng-
isvarnarstöð Reykjavíkur starfaði i
Heilsuverndarstöðinni. (Sjá skýrslu
um hana.) Hjúkrunarstöð og dvalar-
heimili Bláa bandsins að Flókagötu 29
starfaði mestan iiluta þessa árs ineð
sama hætti og s. 1. ár. í ágúst var tek-
ið i notkun húsið nr. 31 við sömu götu
og ætlað sem hjúkrunarstöð fyrir
drykkjusjúkar konur. Var þar rúm
fyrir 12 sjúklinga. Varð þessi lijúkr-
unarstöð þó aldrei fullskipuð. Flestar
voru konurnar i september, og voru
þá 11, en 8. desember fór sú síðasta,
og komu ekki fleiri. Var þá sýnilegt,
að þessi tilraun, sem gerð hafði verið,
kom ekki að tilætluðum notum. Var
þá húsinu breytt í vistheimili fyrir
heimilislausa karlmenn, sem útskrifast
af lijúkrunarstöð Bláa Bandsins. Kom
þessi tilhögun til framkvæmda um
áramótin. Á árinu var tekið á móti
308 manns, 325 körlum og 43 konum.
Vistdagar voru samtals 12870 á árinu.
Reijkhóla. Allt notað hófsamlega.
Hvammstanga. Áfengisnevzla lítil,
en kaffi og tóbak heimilisvinir.
Ilöfða. Áfengisneyzla litið áberandi.
Tóbaksnautn, sérstaklega sígarettu-
reykingar, mjög' algeng.
ÓlafsfJ. Ekki hægt að segja, að um
neinn drykkjuskap sé að ræða. Kaffi
mikið drukkið og reykingar miklar.
Byrja sumir drengir i barnaskóla.
Akureyrar. Mun hafa verið svipuð
og árið áður. Engin tilfelli voru skráð
af delirium tremens, en 9 menn voru
í Sjúkrahúsi Akureyrar til „útvötnun-
ar“ í samtals 84 daga. Ekki eru þó
margir hér, sem talizt geta króniskir
alkóhólsjúklingar.
Grenivikur. Áfengisneyzla litil, lielzt
eitthvað á danssamkomum. Meira not-
að af neftóbaki en áður, en minna
reykt.
Kópaskers. Áfengir drykkir yfirleitt
litið liafðir um hönd liér. Nokkrir
menn neyta þeirra þó meira en gott
hóf þykir, og einn er talinn of-
drykkjumaður.
Raufarhafnar. Drykkjuskapur tals-
verður hér á Raufarhöfn hjá karl-
mönnum, einnig hjá unglingum 14—
17 ára. Ofdrykkjumenn 2—3, enginn
þó svo slæmur, að hann stundi ekki
vinnu flesta daga. Áfengi, kaffi og tó-
bak er yfirleitt notað hér i ríkum
mæli.
Þórshafnar. Áfengisneyzla mikil á
Þórshöfn.
Eskifj. Ekkert ber á þvi, að reyk-
ingar minnki, þrátt fyrir krabba-
meinstalið. Ég veit þó um örfáa, sem
hættu að reykja, en nota neftóbak i
staðinn. Áfengisneyzla er lítil, nema
við hvers konar hátiðleg tækifæri og
á dansleikjum. Drykkjuskapur er mjög
áberandi á fjölmennum útisamkomum.
Vestmannaeyja. Áfengisneyzla heima-
manna virðist fara heldur minnkandi.
8. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður gcta þess i skýrslum
sínum (sbr. töflu XIII), livernig 4498
börn, sem skýrslurnar ná til að þessu
leyti, voru nærð eftir fæðinguna. Eru
hundraðstölur sem hér segir:
Brjóst fengu........ 88,9 %
Brjóst og pela fengu 7,7 —
Pela fengu ........ 3,4 —
í Reykjavík Hta samsvarandi tölur
þannig út:
Brjóst fengu....... 98,2 %
Brjóst og' pela fengu 0,4 —
Pela fengu ........ 1,4 —
Þessar tölur segja aðeins til um, hve
mörg börn hafi verið lögð á brjóst
þegar eftir fæðingu, en um brjóstmöt-
unartíma þeirra eru engar upplýsing-
ar nema frá Vestmannaeyjum.
Höfða. Yfirleitt mjög góð.
Ólafsfj. Allg'óð að öðru leyti en þvi,
að flest eru svipt móðurmjólkinni.
Grenivikur. Meðferð ungbarna góð.
Þau fá snemma lýsi og barnamjöl.
Raufarhafnar. Meðferð ungbarna á-
gæt, nema livað mæður nenna ekki að
hafa börnin á brjósti.
Seyðisfj. Yfirleitt góð.
Vestmannaeyja. Þrátt fyrir áróður
fer brjóstmötun minnkandi. Meðal-