Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 144
1958
— 142 —
Raufarhafnar. Rottugangur mikill.
Þórshafnar. Rottumergð mikil i
Þistilfirði. Eitrað er fyrir þær öðru
hverju, en ekki skipulega. Þeirra hef-
ur enn ekki orðið vart á Þórshöfn eða
í nágrenni, né lieldur í Bakkafirði eða
á Ströndum.
Set/ðisfj. Rottugangur hverfandi.
Ilafnar. Sveitir hér allar rottulaus-
ar. Hér á Höfn er þeim haldið í skefj-
um með Warfarini. Lítið um önnur
meindýr.
Vestmannaeyja. Á meindýrum ber
ekki mikið. Rottugangi virðist vel
lialdið í skefjum með rottueitri, sem
heilbrigðisfulltrúi lætur mönnum i té
endurgjaldslaust og leiðbeinir um
notkun á.
Keflavikur. Lítið orðið vart við
rottugang, og stór svæði virðast alveg
tirein. Talsvert borið á möl i húsum,
og hefur mötgasi aðallega verið beitt
gegn honum, víðast með góðum
árangri. Kakalakkar bárust tiingað á
einn stað, sem vitað er um, og tókst
að útrýma þeim. Vart hefur orðið við
ýmsar aðrar pöddur, svo sem fjöru-
maur og purkur, en verra hefur verið
að fást við þær vegna skorts á spraut-
um.
16. Störf heilbrigðisnefnda.
fívik. Heilbrigðisnefnd hélt 23 fundi
á árinu og tók til meðfcrðar 219 mál.
Nefndinni bárust 111 umsóknir um
leyfi til starfrækslu fyrirtækja eða til
breytinga. Nefndin fjallaði um mjótk-
urmál, einkum livað viðkemur fram-
leiðslu- og dreifingarháttum hennar,
þar sem kom í tjós, að þeim er mjög
ábótavant og ekki farið eftir fyrir-
mælum heilbrigðisnefndar um flokk-
un hennar og kælingu. Einnig var rætt
um fjörefnabætingu neyzlumjólkur.
Voru lagðar fram og samþykktar til-
iögur um, að neyzlumjólk bæjarbúa
verði fjörvibætt með D3, allt að 1000
i. e. í Jítra. Rætt var nokkrum sinnum
um vatnsveitumál bæjarins, einkum
vatnsskort, sem víða á sér stað. Mikið
var rætt um ráðstafanir til að koma
í veg fyrir óþef frá Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunni að Kletti, og voru
gerðar tilraunir með lykteyðingartæki
af eigendum verksmiðjunnar og fengn-
ir erlendir sérfræðingar á þessu sviði
til að sjá um tæknilegar framkvæmdir.
Nefndin gaf 39 fyrirtækjum fyrirmæli
um endurbætur og þrifnað, í flestum
tilfellum að viðlagðri lokun. Lokunin
kom til framkvæmda á 2 stöðum, sam-
kvæmt kröfu nefndarinnar.
Akureyrar. Heilbrigðisnefnd hélt
fundi, þegar tilefni þótti til, og fór
annað slagið um bæinn til hreinlætis-
eftirlits. Annars hefur það verið svo,
að flestar kvartanir, sem heilbrigðis-
nefnd liafa borizt, hafa héraðslæknir
og heilbrigðisfulltrúar afgreitt, án
þess að þurfa að leggja þær fyrir
nefndina, fyrr en þá eftir á.
Vestmannaeyja. Heilbrigðisnefnd
hefur sérstaklega beitt sér fyrir lag-
færingum á hreinlæti við höfnina í
sambandi við fiskverkunarhúsin og
aðalskolpveitur bæjarins, sem liggja
sums staðar i þröngar, liálflokaðar
hafnarkvíar.
Keflavikur. Unnið að heilbrigðis-
samþykkt fyrir Miðneshrepp, skipu-
lögð sorphreinsun í Sandgerði og
reynt að koma á betri umgengni við
höfnina. Gerð hefur verið spjaldskrá
yfir allar matvörubúðir, þar sem færð
er inn lýsing á ástandi þeirra og þeim
lagfæringum, sem gera þarf. Stöðvuð
var sala á vöru, er við nánari athugun
reyndist skemmd. Læknisskoðun og
útgáfa heilbrigðisvottorða fyrir allt
starfsfólk matvörubúða, veitingastaða
og annarra verzlana fór fram fyrstu
vikuna í janúar. 136 manns mætti til
skoðunar, þar af vísað í berklaeftirlit
12 manns. Tveir eru undir berklaeftir-
liti, en við engan fannst neitt svo at-
hugavert, að hann þyrfti að hætta
störfum. Matstofur standast nú þær
lcröfur, sem heilbrigðissamþykkt gerir
til þeirra. Fylgzt er með hreinlæti í
sundlaug'inni og tekin þar sýnishorn
af vatni til rannsóknar.
Hafnarfj. Heilbrigðisnefnd hélt
nokkra fundi á árinu. Heilbrigðisfull-
trúinn starfar ásamt héraðslækni að
eftirliti með matvæladreifingu og öðru
samkvæmt heilbrigðisreglugerð. Mat-
vælabúðir eru að færast í nýtizku-
form.
Kópavogs. 4 fundir voru haldnir og