Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Page 153
— 151 —
1958
brotið. Þá var hryggurinn þver-
brotinn yfir milli 2. og 3. brjóst-
liðs og mörg rifjabrot, og hafði
eitt þeirra stungizt inn i lungað,
svo að blætt hafði inn í brjóst-
holið. Brjóstbeinið var einnig
þverbrotið vfir. Sýnileg't er, að
þessir geysilegu áverkar hafa
valdið dauða samstundis.
42. 24. september. K. R. H.-son, 32 ára,
verzlunarmaður. Fékk aðsvif á
skrifstofu í Reykjavík og lézt rétt
á eftir. Ályktun: Yið krufningu
reyndist hjarta geysilega stækkað.
Ekki fundust nein missmiði á
hjartanu né heldur vottur um, að
sjúklingurinn hefði fengið liðagigt
og hjartasjúkdóminn upp úr þvi.
Ekki reyndist unnt að segja um,
af hverju þessi mikla Iijarta-
stækkun stafaði, en hún var svo
mikil, að lokur í vinstra hjarta
hafa reynzt ófullnægjandi, og
hefur þetta leitt sjúklinginn til
dauða.
43. 10. október. Óskírt sveinbarn, 10
mánaða. Fannst látið að morgni,
án þess að veikinda liefði orðið
vart hjá því, nema kvefs. Ályktun:
Barnið hefur haft berkjubólgu og
allmikið af g'raftarkenndu slimi
hefur safnazt í berkjunum. Siðan
hefur barnið fengið bráða lungna-
bólgu. Er ekki fátitt, þegar um
ungbörn er að ræða, að bráð
lungnabólga, eins og hér sáust
merki um, leiði svo skyndilega
til bana, að áberandi veikinda-
merkja verði lítið vart.
44. 17. október. M. Þ.-son, 64 ára,
bakari. Hneig niður við vinnu
sína og var þegar örendur. Álykt-
un: Mjög mikil kölkun fannst i
kransæðum hjartans, einkum
hinni vinstri, og voru greinar
hennar að mestu eða með öllu
lokaðar. Hjartað var mikið stækk-
að, og svo miklar skemmdir voru
á vöðva vinstra afturhólfs (afleið-
ingar hindraðrar blóðrásar), að
þess liefði mátt vænta, að hann
yrði óstarfhæfur þá og þegar.
45. 28. október. J. G.-son, 50 ára, vél-
stjóri. Kastaði upp, er hann var
að koma úr heimsókn frá kunn-
ingja sínum, og fékk krampa, er
lieim kom, og var skömmu seinna
örendur. Ályktun: Maðurinn hef-
ur sennilega haft háþrýsting, og
í vöðvavegg vinstra afturhólfs
lijartans voru eldri skemmdir, er
hafa stafað af blóðrásartruflun.
Önnur aðalgrein vinstri kransæð-
ar var nú næstum alveg lokuð.
Ekki fannst önnur líklegri dánar-
orsök en sú, að hjartað hafi bilað
veg'na mjög hindraðrar blóðrásar
til hjartavöðvans, sem var veikur
fyrir, en glögg merki hjartameyrn-
unar sjást ekki alltaf í slikum til-
fellum, er dauða ber brátt að.
Hjartakveisu fylg'ja stundum upp-
köst.
46. 30. október. E. S.-son, 6 ára. Varð
fyrir strætisvagni, sem ók yfir
hann. Eézt samstundis. Álylctun:
Er billinn ók yfir barnið, hafa
komið brot á hægra mjaðmarbein
og miklar blæðingar frá því aftan
við lífhimnuna. Enn fremur hafa
komið sprungur í milti og blætt
úr þvi í kviðarhol. Af liinum
mikla þrýstingi á kviðarholið hef-
ur þrýstingur á þind orðið svo
mikill, að hún hefur rifnað, og líf-
færi úr kviðarholi hafa því press-
azt upp í brjósthol vinstra megin.
Þrýstingur i brjóstholi hefur við
þetta orðið svo mikill, að vinstra
lunga hefur fallið saman, og hefur
þetta leitt til bana svo að segja
samstundis.
47. 3. nóvember. Á. B. H.-son, 18 ára.
Fannst látinn inni á læstu salerni
og riffill við hliðina á honum.
Hafði komið ölvaður nokkru áð-
ur til kunningja síns og tekið
þaðan með sér riffil, sem hann
átti hjá honum. Ályktun: Maður-
inn hefur orðið fyrir höfuðskoti
og hefur látizt samstundis. Hefur
kúlan farið inn um hægra gagn-
auga, gegnum heilann og vinstra
hvirfilbein neðarlega, en ekki
komizt út í gegnum höfuðleðrið.
Ótvíræð einkenni nærskots, svo
sem púðurblettir eða korn í húð-
inni eða sprungur í húð út frá
innskotsopi, sáust ekki, en slik
ummerki þurfa ekki að koma fram