Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Blaðsíða 159
Sú hugsjón að tryggja þjóðfélags-
þegnana almennt gegn heilsutjóni, er
þeir verða fyrir á æviskeiði sínu, er
ckki gömul, og hún virðist vera skil-
Retið afkvæmi þeirra jafnréttishug-
sjóna, er 19. öidin ól.
Slysatrygging er einn þáttur þessara
almennu trygginga nútímans, en þó er
það svo, að sennilega á þessi þáttur
*ryggingastarfsins sér lengsta söguna,
þvi að sú skoðun er ævaforn, að sá,
sem verður fyrir varanlegu lieilsutjóni
— af annars völdum — eigi rétt á
bótum. Þannig eru til lagafyrirmæli
siðan á dögum Knúts ríka (1016—
1035), sem kveða á um bætur vegna
aflimunar fingra og útlima, og er tal-
ið, að þessi lög séu ekki frumsmíð,
heldur tekin upp efir ehlri lögum
enskum og frönskum siðan um 600.
Hér verður ekki gerð tilraun til að
rekja heimssögulega þróun slysatrygg-
ingarmála, heldur aðeins reynt að
rekja í stuttu máli þróun slysatrygg-
ingarmálsins á íslandi og þá stuðzt
við lagafyrirmæli.
Segja má, að slysatryggingar séu sú
grein almannatrygginga, sem fyrst
náði nokkurri þróun hérlendis, og er
sennilegt, að orsakarinnar sé að leita
í þeirri staðreynd, að slysfarir, eink-
um þó sjóslys, hafa alltaf verið hér
tið, og þó einkum áður, er sjór var
sóttur á opnum bátum og skútum. Það
er því skiljanlegt, að fyrstu lög um
slysatryggingu hér tóku eingöngu til
sjóslysa. Þessi fyrstu lög voru sett 10.
nóvember 1903 og nefnast lög um lífs-
ábyrgð fgrir sjómenn. Samkvæmt þess-
Um lögum voru tryggingarskyldir allir
íslenzkir sjómenn á þilskipum, er
stunduðu veiðar liér við land. Trygg-
ingin var kostuð af sjómönnum að %,
en af útgerðarmönnum að Va. Einu
bæturnar, sem greiddar voru sam-
kvæmt þessum fyrstu lögum, voru
dánarbætur.
Þetta var að sjálfsögðu ófullkomin
trygging, enda leið ekki á löngu, að
breytingar til fullkomnunar yrðu
gerðar.
Með lögum 30. júlí 1909, um vá-
tryggingarsjóð sjómanna, er irygging-
unni breytt þannig, að hún er látin
ná til allra sjómanna skráðra á islenzk
skip, enn fremur til sjómanna á vél-
og róðrarbátum, fjórrónum eða stærri.
Sjómenn greiddu þessa tryggingu að
•%, en útgerðarmenn að Vt.
Á stríðsárunum fyrri var enn stigið
stórt spor áleiðis, sjálfsagt vegna
þeirrar auknu hættu, er af stríðinu
leiddi. Með lögum 14. nóv. 1917, um
slysatryggingu sjómanna, voru dánar-
bætur Iiækkaðar stórlega. Þá er einnig
í fyrsta sinn tekið að greiða örorku-
bætur, en minna en 20% fírorka var
ekki bætt. I þessum lögum var annað
nýmæli, vísir til frjálsrar tryggingar,
því að þeim sjómönnum á smábátum,
sem lögin tóku ekki til, var nú gef-
inn kostur á tryggingu. Kostnaði við
trygginguna var skipt að jöfnu á sjó-
menn og útgerðarmenn, en ríkissjóður
greiddi stjórnarkostnað.
Árið 1925 markar tímamót i sögu
slvsatryggingarinnar, þvi að þá voru
með lögum 27. júní gerðar margar
merkar breytingar á fyrri lögum.
Tryggingin náði nú til miklu fleiri cn
áður og nálgaðist það að verða almcnn
vinnuslysatrygging. Hún tók nú til allra
sjómanna og flestra verkamanna nema
þeirra, er unnu við landbúnað og
stunduðu flutninga á landi. Með þess-
um lögum var það sjónarmið staðfest,
að atvinnuvegirnir eigi sjálfir að bera