Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1958, Side 176
1958
— 174 —
Svo sem sjá má af þessu stutta yfir-
liti, eru varla til neinar fastmótaðar
reglur hérlendis um örorkumat, og
ekki eru til lagafyrirmæli um, hvernig
matið skuli framkvæmt eða hvaða
meginsjónarmið skuli leggja því til
grundvallar. Einnig hefur komið í
ljós, að þeir, sem verða varanlegir
öryrkjar vegna slysa, eiga þess ekki
kost að skjóta örorkumati sínu til
neins yfirdóms innan Tryggingastofn-
unar rikisins, heldur verða þeir, ef
þeir sætta sig ekki við matið, að fara
með mál sitt venjulega leið almennra
dómsmála með öllum þeim kostnaði,
er þvi fylgir, til þess að fá málið lagt
fyrir læknaráð, sem að sjálfsögðu er
dómsaðili um örorkumat eins og önn-
ur læknisfræðileg efni. Mál af þessu
tagi, sem lögð hafa verið fyrir lækna-
ráð, eru þó svo fá, að hæpið er að
telja, að læknaráð hafi skapað nokkra
hefð um örorkumat enn sem komið er.
Sumarið 1960 var haldið i Reykja-
vík fimmta norræna almannatrygg-
ingamótið, en slík norræn mót eru
haldin á Norðurlöndunum til skiptis
fjórða hvert ár. Á þessu móti var í
slysatryggingadeildinni umræðuefnið
hinir ýmsu þættir, sem taka verður
tillit til við mat slysaörorku. Það kom
í ljós við þessar umræður, að sömu
slysamálin voru metin mjög ólíkt í
löndunum, jafnvel svo að munað gat
tugum örorkustiga. Þessar staðreyndir
urðu til þess, að tillaga koin fram á
mótinu um, að heppilegt yrði fyrir
Norðurlöndin að endurskoða þessi mál
i sameiningu og reyna að komast sam-
eiginlega niður á sanngjarnar og hent-
ugar matsreglur.
Þetta mál hefur nú komizt á þann
rekspöl, að ráðuneyti landanna hafa
gefið samþykki sitt til þess, að þetta
verði gert, og mun verða skipuð sam-
eiginleg nefnd til að annast um þetta
innan skamms. Hlutverk nefndarinnar
verður aðallega að komast að niður-
stöðu um, hvaða þætti eigi fyrst og
fremst að leggja til grundvallar mat-
inu, og hins vegar að samræma núver-
andi matstöflur og semja nýjar töflur
til afnota við örorkumat, annaðhvort
lágmarkstöflur eða meðaltalstöflur.
Verði framkvæmd þessa máls eins og
nú eru líkindi til, má gera ráð fyrir,
að niðurstöður ncfndarinnar verði til-
búnar fyrir haustið 1963 og verði þá
ræddar á norrænu tryggingamóti í
Kaupmannahöfn 1964.
ísland mun taka þátt i þessu nefnd-
arstarfi að sínum hluta, að svo miklu
leyti sem aðstæður leyfa, og verður
það að teljast vel farið, þar sem okk-
ur skortir raunverulega eigin heildar-
reglur um örorkumatið og hefðum
hvort eð var orðið að taka málið til
yfirvegunar. Það er tvimælalaust mik-
ill hagur fyrir okkur íslendinga að
hafa samflot í þessu máli við frændur
okkar á Norðurlöndum og læra af
þeirra reynslu í þessu efni eins og
svo mörgum öðrum.
lleimildir:
1) Árbækur Tryggingastofnunar rildsins 1936—1956.
2) Skyldutryggingar, Rvik 1939.
3) John Nordin: Invaliditet ved yrkesskador, 1952. Yrkesskadeförsiikringen och invali-
ditetsgradssattningen, 1955.
4) John Nordin: Yrkessjukdommar I—II, 1943—1947.
5) John Nordin: Olycksfallsskada och sjukdom, 1935.
6) Oversigt over socialforsikringen i Island, 1960.
7) H. Gulbrandsen: Forskjellige faktores betydning ved invaliditetsfastsettelsen, Oslo
1960.
8) Arne Bertelsen and Norman Capener: Tlie Journal of Bone and Joint Surgery,
Vol. 42-B. 2.