Úrval - 01.04.1947, Side 6
4
ÚRVAL
Þetta sálarástand, sem Jón er
í, er kallað dáleiðsla, og við
segjum, að dávaldurinn hafi dá-
leitt Jón. I hverju eru áhrif dá-
valdsins á Jón fólgin? Það er
augljóst, að í dáleiðslunni eykst
sefnæmi Jóns gagnvart dávald-
inum, þar sem hann hlýðir hon-
um blint. En sefnæmi haus
eykst ekki almennt, því að hann
er ónæmur fyrir áhrifum frá
öðrum. Þótt allir í salnum hrópi
að honum og skipi honum að
gera eitthvað, þá ber það ekki
hinn minnsta árangur. Þetta
sérstaka samband hans við dá-
valdinn, sem er í því fólgiö, að
hann hlýðnast fyrirskipunum
hans og trúir fullyrðingumhans,
er kallað dáleiðslusamband.
1 upphafi festir Jón athyglina
við dávaldinn, þegar hann velur
hann úr hópnum til að gera á
honum tilraunina. Ef hlýðnihans
við dávaldinn er næg til þess, að
fyrsta sefjunin heppnist, og
Jón finnur, að hann getur ekki
opnað hnefana, þá beinist at-
hygli hans enn fastar að dávald-
inum, og undirgefnin við hann
vex. „Hvað ætli hann geri næst
við mig?“ hugsar hann. Með
hverri sefjun, sem heppnast,
verður hann viðnámsminni
gagnvart dávaldinum, hann verð-
ur æ meir á hans valdi. Hneigð-
in til undirgefni nær tökum á
honum, og við hana blandast
forvitni og ótti. En hvers vegna
er Jón ónæmur fyrir áhrifum
frá öðrum, um leið og hann er
svo næmur fyrir áhrifum frá
dávaldinum ? Ástæðurnar til
þess eru aðallega þrenns konar:
Eftir því sem athyglin beinist
meir að einum hlut, dregst hún
að sama skapi frá öðrum hlut-
um. í öðru lagi hefur dávaldur-
inn sagt Jóni, að hann muni
falla í svefn, og að svo miklu
leyti sem þessi sef jun heppnast,
verður skynjun hans og rök-
hugsun óvirk, líkt og í venjuleg-
um svefni. Jón er sofandi eða
því sem næst, að því er alla
hluti eða menn varðar aðra en
dávaldinn. Áhugi hans og at-
hygli beinist að dávaldinum,
hann er næmur fyrir áhrifum
frá honum. Og einmitt vegna
þess, að allt hugarstarf hans
er sljótt, nema að því er dávald-
inn varðar, hlýðnast hann hverri
bendingu hans svo að segja
gagnrýnislaust. Loks hefur dá-
valdurinn vakið hjá Jóni ríka
hneigð til að vera sér undirgef-
inn. Þessi hneigð fjötrar at-
hygli Jóns við dávaldinn og fær
hann til að hlýðnast fyrirskip-