Úrval - 01.04.1947, Síða 7
DÁLEIÐSLA
5
unum hans og fallast á þær
skoðanir, sem hann lætur í ljós,
jafnvel þótt þær séu heimsku-
legar og f jarstæðar.
Athugun á mönnum í venju-
legu ástandi eða svefni sýnir, að
dulvitaður áhugi, hneigð og eft-
irtekt eru oft starfandi með
þeim. Móðirin, sem sefur hjá
veiku barni sínu, hrekkur ekki
upp við hamfarir óveðursms, en
hún glaðvaknar undir eins við
minnsta hljóð, sem barnið gefur
frá sér. — Vélamaðurinn vakn-
ar, ef hljóðið í vélinni er öðru-
vísi en venjulega. Og í dáleiðsl-
unni er þessu svipað farið.
Nokkur hluti persónuleikans er
á verði, þótt hann sofi eða hvíl-
ist að öðru leyti, og hinn virki
þáttur persónuleikans er hneigð-
in til undirgefni, sá hluti hans,
sem beinist að dávaldinum. Því
dýpri sem dáleiðslan er, því
sterkari er þessi hneigð, og því
óvirkari er persónuleikinn að
öðru leyti. Ef dáleiðslan er ekki
djúp, getur persónuleikinn verið
dálítið virkur á öðrum sviðum.
Jón getur t. d. gengið um salinn
og talað við aðra, næstum því
eins og hann á að sér að vera.
En ef dávaldurinn skipar hon-
um eitthvað, hlýðnast hann hon-
um óðara.
Þetta sérstaka samband milli
Jóns og dávaldsins er þunga-
miðjan í sefjun og dáleiðslu.
Það er ófullnægjandi skýring á
sefjun og dáleiðslu að segja, að
þær séu í því fólgnar að koma
inn einhverri hugmynd hjá Jóni
og hugmyndin sjálf leiði svo til
athafna. Þessi skýring hvílir á
þeirri kenningu, sem þýzki sál-
fræðingurinn Herbart og síðar
Frakklendingurinn A. Fouillée
héldu fram: að hugmyndin sé
ávallt hneigð til samsvarandi
verknaðar. Fræg varð kenning
Fouillées um ,,idée-force“ (hug-
mynd = framkvæmd). Sam-
kvæmt henni er hugmynd og
framkvæmd sama eðlis, hug-
myndin er framkvæmd á byrj-
unarstigi, og þegar hún er orðin
nógu sterk, leiðir hún til verkn-
aðar eða breytist í verknað.
Þessi kenning skýrir ekki nægi-
lega dáhrifin. Setjum svo, að dá-
valdurinn hafi skipað Jóni að
sveifla hægri handleggnum fram
og aftur, þar til hann segir hon-
um að hætta. Þriðji maður, Páll,
sem þarna er staddur, spyr Jón:
„Af hverju gerir þú þetta?“ „Af
því að N., (dávaldurinn) sagði
mér að gera það,“ svarar Jón.
„Hættu þessum fíflalátum, viltu
hætta þessu eða hvað,“ segir