Úrval - 01.04.1947, Side 14
12
TJRVAL
ið, en það skein góðvild úr aug-
um yðar og rödd yðar var blíð,
og mér fór að líða betur. Ég tók
eftir því, að andlit yðar var
þreytulegt og markað djúpum
dráttum. Ég sá yður ekki oftar,
en hjúkrunarkonurnar sögðu
mér að þér væruð sístarfandi
í sjúkrahúsinu og legðuð saman
dag og nótt.
1 dag var ég gestur á yndis-
legu, kínversku heimili hér í
Peking. Umhverfis garðinn var
hár veggur og á einum stað var
greyptur í hann koparskjöldur,
umvafinn hvítiun og rauðum
blómum. Ég bað um, að áletrun-
in, sem var á kínversku, væri
þýdd fyrir mig. Áletrunin var
svohljóðandi:
Njóttu lífsins, það er áliðnara
en þú heldur.
Ég fór að hugleiða þessi orð.
Mig hafði ekki langað til að
eignazt annað barn, af því að
ég syrgði hitt, sem ég missti.
En upp frá þessari stundu á-
kvað ég að draga það ekki leng-
ur. Ef til vill var áliðnara en
ég hélt.
Og af því að mér varð hugs-
að til barnsins míns, minntist
ég yðar og þreytudráttanna í
andliti yðar, þegar þér sátuð
hjá rúminu mínu og voruð að
hughreysta mig. Ég veit ekki
hve gamall þér eruð, en ég er
viss um að þér eruð svo gamall,
að þér gætuð verið faðir minn.
Og ég veit, að þessar fáu mínút-
ur, sem þér voruð hjá mér, hafa
eðlilega ekki haft neina þýð-
ingu fyrir yður, en þær höfðu
mikla þýðingu fyrir konu, sem
var að því komin að örvænta.
Þess vegna langar mig til að
gera yður greiða á móti. Ef til
vill er áliðnara fyrir yður en
þér haldið. Daginn, sem þér fá-
ið þetta bréf og dagsverki yðar
er lokið, skuluð þér setjast nið-
ur í næði og íhuga það.
Margrét.
Ég sef venjulega vel, þegar
síminn ónáðar mig ekki, en
þessa nótt vaknaði ég oft og sá
fyrir mér koparskjöldinn á kín-
verska veggnum. Ég skammað-
ist mín fyrir, að láta bréf frá
ókunnri konu hafa slík áhrif á
mig, og reyndi að hætta að
hugsa um það. En áður en mig
varði, var ég farinn að segja
við sjálfan mig: „Kannske það
sé oröið áliðnara en ég held;
hvers vegna hefst ég ekkert
að?“
Ég fór til skrifstofu minnar
morguninn eftir og tilkynnti,