Úrval - 01.04.1947, Page 14

Úrval - 01.04.1947, Page 14
12 TJRVAL ið, en það skein góðvild úr aug- um yðar og rödd yðar var blíð, og mér fór að líða betur. Ég tók eftir því, að andlit yðar var þreytulegt og markað djúpum dráttum. Ég sá yður ekki oftar, en hjúkrunarkonurnar sögðu mér að þér væruð sístarfandi í sjúkrahúsinu og legðuð saman dag og nótt. 1 dag var ég gestur á yndis- legu, kínversku heimili hér í Peking. Umhverfis garðinn var hár veggur og á einum stað var greyptur í hann koparskjöldur, umvafinn hvítiun og rauðum blómum. Ég bað um, að áletrun- in, sem var á kínversku, væri þýdd fyrir mig. Áletrunin var svohljóðandi: Njóttu lífsins, það er áliðnara en þú heldur. Ég fór að hugleiða þessi orð. Mig hafði ekki langað til að eignazt annað barn, af því að ég syrgði hitt, sem ég missti. En upp frá þessari stundu á- kvað ég að draga það ekki leng- ur. Ef til vill var áliðnara en ég hélt. Og af því að mér varð hugs- að til barnsins míns, minntist ég yðar og þreytudráttanna í andliti yðar, þegar þér sátuð hjá rúminu mínu og voruð að hughreysta mig. Ég veit ekki hve gamall þér eruð, en ég er viss um að þér eruð svo gamall, að þér gætuð verið faðir minn. Og ég veit, að þessar fáu mínút- ur, sem þér voruð hjá mér, hafa eðlilega ekki haft neina þýð- ingu fyrir yður, en þær höfðu mikla þýðingu fyrir konu, sem var að því komin að örvænta. Þess vegna langar mig til að gera yður greiða á móti. Ef til vill er áliðnara fyrir yður en þér haldið. Daginn, sem þér fá- ið þetta bréf og dagsverki yðar er lokið, skuluð þér setjast nið- ur í næði og íhuga það. Margrét. Ég sef venjulega vel, þegar síminn ónáðar mig ekki, en þessa nótt vaknaði ég oft og sá fyrir mér koparskjöldinn á kín- verska veggnum. Ég skammað- ist mín fyrir, að láta bréf frá ókunnri konu hafa slík áhrif á mig, og reyndi að hætta að hugsa um það. En áður en mig varði, var ég farinn að segja við sjálfan mig: „Kannske það sé oröið áliðnara en ég held; hvers vegna hefst ég ekkert að?“ Ég fór til skrifstofu minnar morguninn eftir og tilkynnti,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.