Úrval - 01.04.1947, Qupperneq 30
28
ÚRVAL
Bandaríkin, né Kanada, né
Ástralía, né Suður-Ameríkurík-
in, sem hafa gnægð landrýmis,
bjóðast til að taka við sann-
gjörnum fjölda flóttamanna, í
stað þess að krefjast þess að
eitt, lítið land taki á sig alla
byrðina?"
Ensk-ameríska rannsóknar-
nefndin skýrði svo frá, að
„Palestína ein geti ekki fullnægt
útflutningsþörf ofsóttra Gyð-
inga,“ og að „lítil von sé til að
önnur lönd en Palestína geti
veitt teljandi aðstoð við að út-
vega Gyðingum samastað.“
Þetta gefur ekki háar hugmynd-
ir um réttlæti Vesturlandabúa;
að ekki sé talað um miskunn-
semi.
Ég hefi aðalega rætt um rétt
Araba, af því að honum hefir
verið lítt á lofti haldið. En
Gyðingavandamálið þolir enga
bið. Réttur Gyðinga, ekki aðeins
til griðastaðar, heldur og til
heimkynnis, þar sem þeir geta lif-
að við frið og sæmd er óvéfengj-
anlegur. Það verður að tryggja
hann með alþjóðlegum aðgerð-
um. Allar þjóðir bera ábyrgð á
ógæfu þeirra að einhverju leyti,
og þeim ber því einnig skylda
til að gera eitthvað til úrbóta.
Spurningin er, að hve miklu
leyti Palestína á að koma þar
við sögu.
Með Balfour-yfirlýsingunni og
stofnun umboðstjórnar Þjóða-
bandalagsins voru Gyðingum
gefin fögur loforð varðandi
Palestínu. Enda þótt Arabar
geti ekki talið sig bundna þess-
um loforðum, er það ekki Gyð-
ingum að kenna. Við getum
sagt, að Zionistar hafi ekki
lagalegan rétt varðandi Palest-
ínu, en þar með er ekki sagt, að
kröfur þeirra hafi ekki við neitt
að styðjast.
En eins og er, gera þeir þó
meiri kröfur, en loforðin gáfu
tilefni til. I skýrslu rannsókn-
arnefndarinnar stendur: „Kraf-
an um Gyðingaríki gengur
lengra en skuldbindingar Bal-
four-yfirlýsingarinnar og um-
boðstjórnar Þjóðabandalagsins,
enda lýsti formaður Jewis
Agency sig andvígan henni árið
1932.“ Það er krafan um Gyð-
ingaríki, sem vekur mestan ótta
og hatur meðal Araba. Þó að
Gyðingar falli frá þessari kröfu
— en það er fómin, sem ég tel
nauðsynlega — eru aðrar sann-
girniskröfur þeirra ekkert
skertar með því.
Næsta skrefið — að fá Gyð-
inga til að samþykkja sann-