Úrval - 01.04.1947, Side 41
KOLUMBUS FINNUR AMERlKU
39
þrífót með myndavél, og sagði:
„Brosið! Hlæið! Skiljið þér
ekki? Jæja, gerið svona: ,,Ha,
ha, ha,!“, og ljósmyndarinn lét
skína í tennurnar og hneggjaði
eins og hestur.
Kolumbus stóðst ekki mátið
og fór að skellihlæja. Það
kom glampi og heyrðist smella
í einhverju, og ljósmyndarinn
sagði: „Kæra þakkir.“
Nú vék hinn aðkomumaður-
inn sér að Kolumbusi, tók blý-
ant upp úr vasa sínum og sagði,
án þess að hætta að tyggja:
„Hvað er ættarnafn yður?“
„Kolumbus.“
„Stafið það.“
„K-0-L-U-M-B-U-S.“
„Ágætt. Það er ákaflega þýð-
ingarmikið, að nafnið brenglist
ekki. Hvað er langt síðan þér
uppgötvuðuð Ameríku, herra
Kolumbus ? I dag! Ágætt.
Hvernig lízt yður á Ameríku?"
„Ég hefi ekki haft tækifæri
til að sjá nógu mikið af þessu
frjósama landi, til þess að
mynda mér skoðun um það.“
Blaðamaðurinn varð hugsi.
„Gott og vel — en segið mér
þá herra Kolemann, hvaða f jórir
hlutir eru það, sem yður lízt
bezt á í New York?“
„Sjáið þér til, það er erfitt..“
Hinn innfæddi varð aftur
hugsi. Hann var vanur að ræða
við hnefaleikamenn og kvik-
myndastjörnur, og var í stök-
ustu vandræðum með slíkan
þöngulhaus sem Kolumbus. Að
lokum, eftir að hafa lagt höfuð-
ið í bleyti vel og lengi, spurði
hann: „Jæja, segið mér þá herra
Kolumbus, hvaða tvo hluti lízt
yður verst á í New York?“
Kolumbus stundi þungan;
hann hafði aldrei fyrr lent í
slíku og þvílíku. Hann þurrkaði
svitann af enninu og spurði
hinn innfædda vin sinn feimnis-
lega: „Ef til vill gæti ég komizt
áfram, þó að ég væri ekki þekkt-
ur maður?“
„Þér eruð ekki með öllu viti,“
sagði innfæddi maðurinn og brá
litum. „Það, að þér hafið upp-
götvað Ameríku — hefir enga
þýðingu. Hitt er þýðingarmikið,
að Ameríka uppgötvaði yður.“
Blaðamaðurinn einbeitti nú
huga sínum af öllum lífs og sál-
ar kröftum til þess að orða nýja
spurningu, sem hljóðaði svo:
„Hvernig lízt yður á ame-
rísku stúlkurnar?"
Án þess að bíða eftir svari,
tók hann að skrifa í ákafa. Öðru
hverja tók hann logandi sígar-
ettu út úr sér og stakk henni bak