Úrval - 01.04.1947, Side 47
VANÞROSKA BÖRN
45
það er viðurkennt, þeim mun
betra fyrir alla aðila, einnig
fyrir barnið sjálft. Hjúkrun og
umönnun slíks barns á að fara
fram á þar til ætlaðri stofnun.
Flest heimili eru ekki fær um
að ráða við slíkt, hvorki af
fjárhagslegum né öðrum á-
stæðum, vegna þess hversu
vandasamt og margþætt slíkt
er.
Fyrir nokkrum árum, þegar
ég var að skoða þriggja mán-
aða barn á heimili fjölskyldu
nokkurrar, heyrði ég sérkenni-
legt hijóð, sem virtist koma frá
efri hæðinni. Þegar ég kom
aftur daginn eftir, heyrði ég
hljóðið enn. Þegar ég fór upp
á efri liæðina til þess að þvo
hendur mínar, sá ég f jögra ára
gamlan dreng og var málfæri
hans líkast því, sem úlfur væri
að ýlfra. Barnið hafði ekki einu
sinni náð þeim þroska líkam-
lega, að geta setið óstutt, en
slíkt eiga börn að geta við lok
sjötta eoa sjöunda mánaðar.
Þegar ég færði það í tal, að ráð-
legt væri að barnið yrði sett á
opinbert fávitahæli, urðu
foreldrarnir sárgramir. Þau
ætluðu sér ekki að senda barnið
sitt á neina stofnun.
í annað skipti, er ég ráðlagði,
að fimm ára telpa yrði sett
á fávitahæli, en barnið
var mjög tregt og veikgeðja,
var mér góðlátlega vísað á dyr
og gefið í skyn, að heppilegra
væri að ég sýndi mig ekki aft-
ur á því heimli. Foreldrarnir
mótmæltu þessari uppástungu
minni af miklum ákafa og
sögðu mér, að barnið yrði kyrrt
heima. Þætti hinurn tveim
systkinunum mjög vænt um
þessa systur sína og það væri
ekki ætlunin að skilja þau að.
Mörg slík dæmi get ég tilfært
um, hversu foreldrar sýna oft
þrákelknislega stífni gegn því
að setja börn sín á slíkar
stofnanir. Einkum er þetta
hryllilegt vegna þess, að
slíkir foreldrar neita sér oft
um þá ánægju að eignast fleiri
börn, og ef þau eignast þau,
kemur það fyrir að þau
verða afrækt, vegna þess að öll
athyglin og umhyggjan beinist
að hinu andlega vanþroska
barni, sem venjulega er hjálpar-
vana.
Það liggja einnig aðrar á-
stæður til þess, að barn, sem
sýnir enga von um að geta
komizt neitt nálægt því að verða
andlega sjálfbjarga, á heima
á opinbermn fávitahælum.