Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 50
48
ÚRVALi
Ég er ennfremur sannfærður
um, að ef þau gætu látið í ljósi
tilfinningar sínar og skoðanir,
myndu þau skora á foreldra
allra andlega vanþroska barna
að koma þeim fyrir í stofn-
unum, þar sem þau geta lif-
að í andrúmslofti, er hæfði
þeim í alla staði. Við skulum
ekki gleyma því, að þessar litlu
veru lifa í sínum eigin heimi.
Og þarf ég að taka það fram,
með allri virðingu fyrir skyn-
semi fullþroska manna og hæfi-
leikum okkar til þess að leika
hinn vafasama leik valdabarátt-
unnar, þar sem kjarnorkan sæk-
ir að okkur á allar hliðar, að
þessar litlu verur eru ekki nær
því eins óhamingjusamar og við
í hinum mikla vísdómi okkar
álítum þær vera.
OO Jf (X)
Fyrstu skrefin.
Brúðhjónin voru að taka utan af brúðargjöfunum. I einni
öskjunni fundu þau tvenna inniskó, sína handa hvoru þeirra. En
neðst í öskjunni sáu þau sér til mikillar undrunar aðra tvenna
inniskó, gamla og slitna.
„Ha, þetta eru gömlu inniskórnir mínir,“ hrópaði brúðurin.
„Og þetta eru gömlu skórnir mínir,“ sagði brúðguminn. Hann
opnaði umslag, sem lá neðst í öskjunni og tók upp úr því tuttugu
dollara seðil og bréf:
„Kæru börnin mín: I þessum nýju skóm eigið þið að feta
fyrstu skrefin í hjónabandinu. Það er eins um hjónabandið og
skóna: það getur kreppt að ykkur fyrst og jafnvel sært á stund-
um. En eftir því sem dagar, vikur og ár líða, munuð þið komast
að raun um, að hjónabandið veitir ykkur meiri unað og þægindi
-— líkt og gömlu skórnir ykkar, sem hafa lagað sig eftir fætin-
um. Ég óska ykkur góðrar ferðar. —- Ykkar elskandi faðir.“
— Joseph Zerenzia.
■¥• * *
Minjagripur.
Lítil telpa kom hlaupandi til móður sinnar og var mikið niðri
fyrir — hún hafi verið að blaða í biblíunni og fundið þar milli
tveggja blaða pressað birkilauf.
„Sjáðu hvað ég fann, mamma," sagði hún áköf. „Eg er viss
um að Eva hefir átt þetta.“
This Week.