Úrval - 01.04.1947, Side 54
52
TJRVAL
stríður, að manni er ekki stætt.
Slys af því tagi hafa viljað til.
Ég man eftir tveim mönnum,
sem eigi voru varaðir við í tíma,
og það var þeirra bani.
Þó að undarlegt megi virðast,
sýnir athugun, að lokræsahreins-
un er ekki óholl vinna. Sérstök
tegund gulu hefir þó nokkuð
gert vart við sig í okkar hópi,
en hana má fyrirbyggja með
sæmilegum þrifnaði. Kvefhætt-
an er aftur á móti gífurleg.
Niðri í lokræsunum er oft miklu
hlýrra en uppi á götunni og erf-
iðið auk þess æðimikið. Þegar
menn svo koma upp blautir og
sveittir, er ofkælingin tíðum á
næsta leiti.
Fólk segir stundum: „Missið
þið ekki alveg lyktnæmina
þarna niðri í ræsunum, herra
Hawkins?" Ekki aldeilis! Lykt-
næmi er mikils virði fyrir þann,
sem lengi hefir unnið í lokræs-
unum. Uppi í West End anga
þau jafnvel af fágætum ilmvötn-
um og baðsöltum. Andrúmsloft-
ið fer eftir því, hvar í borginni
þú vinnur. 1 kringum Piccadilly
eru seldar ljómandi ostrur.
Þegar þærhafaveriðmatreiddar
og soðinu helt niður, nýtur
maður reyksins af réttunum.
Benzínlyktin er þó tilfinnanleg-
ust. En ef þú glatar þefnæminni,
áttu ekki lengur hægt með að
átta þig á því, er gas safnast
fyrir í lokræsunum.
Það er blátt áfram furðulegt,
hversu mikla forvitni ræsisopin
í götunum vekja hjá fólki. Það
spyr: „Eru ekki rottur þama
niðri?“ „Nei,“ segjum við, „bara
lokræsarottur." Nei, hinar raun-
verulegu rottur koma ekki úr
lokræsunum — þær koma frá
húsunum í grendinni. Þegar
rifið er gamalt hús, er búið til
nýtt lokræsi, en oft látiðhjálíða
að fylla upp það gamla. Þar
myndast svo ágætis gróðrarstía
fyrir rottukvikindin- sem þyrp-
ast þangað úr öllum áttum. Að
lokum verðum við svo að fara
þangað niður og hreinsa til. Það
er óskemmtileg vinna.
Lokræsahreinsun er ekki
fyrir alla, en hún á engan veg-
inn svo illa við mig. Kaupið er
þokkalegt og vinnutíminn
styttri en við mörg önnur störf.
Mér falla félagar mínir vel í
geð, enda er stundum glatt á
hjalla hjá okkur þarna á neðri
byggðinni. Ef einn byrjar að
syngja, eru hinir vísir með að
taka undir. Þá má heyra lok-
ræsarotturnar syngja í lok-
ræsunum.