Úrval - 01.04.1947, Síða 55
Ellin og æskan rnætast: á hrífandi hátt í þessari
grein hins aldna, danska rithöfundar.
Hamingjusöm œska.
Grein úr „Land og FoIk“,
eftir Blartin Andersen Nexö.
-TkOES IT PAY ?“ spurði Vest-
,, ur-Evrópumaður, sem
horfði á æsku Júgóslavíu vinna
við að leggja 89 km. langa járn-
braut frá Brcko (Britsko) til
Barnovice — „borgar það sig?
Það eru not fyrir hundruð þús-
und verkamanna gegn háu
kaupgjaldi í Vestur-Evrópu og
Ameríku, og hér púla allir kaup-
laust — bara fyrir mat og sér til
gamans. Undarleg skemmtun að
moka skít fyrir ekki neitt!
Þau læra mikið, segið þér. Já,
en þau fá sennilega aldrei not
fyrir þennan lærdóm sinn! Auk
Martin Andersen Nexö er einn af
kunnustu rithöfundum Dana. Hann er
fæddur árið 1869, en þrátt fyrir háan
aldur er hann enn ern og starfandi.
Síðastliðið sumar ferðaðist hann um
Dónárlöndin og víðar í Evrópu. Hefir
hann skrifað um þetta ferðalag sitt
í dönsk blöð. Vér birtum hér eina af
þessum greinum, sem lýsir byggingu
„æskulýðsbrautarinnar" í Júgóslaviu.
þess eru þau óvön, mörg þeirra
eru börn efnafólks, sem aldrei
hafa haldið á páli eða reku;
þrefalt færri faglærðir verka-
menn gætu lokið jafnmiklu
verki — ef til vill á helmingi
skemmri tíma. Og þetta tefur
þau, mörg þeirra eru nemendur,
sem dragast aftur úr við námið.
Það kemur þjóðfélaginu í koll
síðar, þessi barnaskapur hlýtur
að hefna sín. En þetta á víst að
heita bylting? Hvað getur ekki
ung, barnaleg þjóð fundið upp
á, bara til að státa af!“
No Sir, gróða í vesturevrópsk-
um skilningi gefur fyrirtækið
ekki. Hér er engin verktaki, sem
þarf að græða hundruð þús-
unda, engir efnissalar, sem
heimta sitt, enginn gestgjafi,
sem græðir offjár á að selja
verkamönnunum öl — ekkert
af því, sem gerir svona stórvirki
eftirsótt (gróðavænlegt) í aug-
um Vestur-Evrópumannsins.