Úrval - 01.04.1947, Síða 59

Úrval - 01.04.1947, Síða 59
HAMINGJUSÖM ÆSKA 57 mörgu íveruhverfa meðfram brautinni. Þúsund æskumenn flykkjast umhverfis okkur, þeir eru nýhættir störfum eftir sex tíma vinnudag, naktir líkamar þeirra gljá enn af svita. Nú eiga þeir að fara í bað og borða — og svo? Jú, það eru íþróttimar, söng- og dansleikirnir — og námið, þeir hafa prófessora með í flokknum! Nokkrir hópar eiga að fara í fjallaþorpin til að reka „menningaráróður,“ safna fólkinu til íþróttamóta og fyrir- lestra um heilsuvernd, bólusetja það og kenna því að lesa. Þessi nálega hundrað kílómetra langa braut hefir smásaman myndað einskonar menningarbelti með skuggamyndasýningum, fyrir- lestrum, íþróttafélögum og frumstæðum námsflokkum. Æskan hefir smitað út frá sér á leið sinni um fjallahéruðin, í breiðu belti til beggja hliða gætir hinna hvetjandi og frjóvg- andi áhrifa hennar. Hluti af íbúunum hér í Bos- níu er Múhammeðstrúar, gaml- ar leifar frá dögum Tyrkja- veldis. Þeir halda sér mjög út af fyrir sig, og rosknar konur ganga enn með blæju fyrir and- litinu. En ungu stúlkurnar varpa gömlum kreddum fyrir borð, þær kasta blæjunni og flykkjast í hópum til vinnunn- ar við brautina. „Viltu lofa mér því að taka ekki mynd af mér?“ spurði ung, tyrknesk stúlka í braggahverf- inu. „Pabbi hefir bannað mér að láta taka mynd af mér!“ „Þá hefir hann víst bannað þér að kasta blæjunni?“ sagði ég. „Já, en því anza ég ekki,“ svaraði hún hlæjandi og með svip sem sagði: „Eg þarf ekk- ert að skammast mín fyrir and- lit mitt!“ — Og þess þurfti hún ekki. Er hinn nýi andi, sem skapast hefir, orsökin? Mér finnst ég aldrei hafa séð fallegri æsku. Vöðvastælta, fagurlimaða, sól- brúna og glaða og blátt áfram og ófeimna og félagslynda. Allt saman upplýst af einhverjum innri ljóma, endurskin af ein- hverju óumræðilega dýrmætu. Ef til vill af gleðinni yfir því að mega byggja land sitt og skapa sína eigin framtíð. A OO 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.