Úrval - 01.04.1947, Page 62
60
TJRVAL
út um landið litprentaðar mynd-
ir af bjöllunni, og bað mn að
sér væri gert aðvart þegar í
stað, ef bjöllunnar yrði vart.
En ekkert skeði. Tveim árum
síðar berst orðrómur um það, að
bjallan væri komin til Þýzka-
lands. Litlu síðar komst það
upp, að lifandi bjöllur voru
fluttar til Englands — til skor-
dýrasafnara. Nú var stjórninni
nóg boðið, og sett voru í skyndi
lög, er bönnuðu innflutning
bjallanna.
Nú skeði ekkert í aldarfjórð-
ung. Bjöllunni var haldiðí skefj-
um í Bandaríkjunum með úðun,
og tókst ekki að komast til Ev-
rópu. Þá fannst, allt í einu og
upp úr þurru, talsverður slæð-
ingur af bjöllum á ýmsum
þroskastigum í kartöflugörðum
hjá Tilbury á Englandi. Nú voru
stjórnarvöldin ekki lengi að
átta sig. Stór svæði voru girt
af, undir umsjón lögreglunnar,
og kartöflurnar grafnar upp og
þeim brennt. Til öryggis var
olíu hellt í jarðveginn og kveikt í.
Brúarsporður innrásarbjöllunn-
ar var þuiTkaður út.
Síðan liðu þrjátíu ár, þar til
bjallan komst afturálandí Eng-
landi. Árið 1933 varð hennar
aftur vart, á sömu slóðum og
áður. Allt komst í uppnám og
blöðin voru full af frásögn-
um um varnarráðstafanir,
sem landbúnaðarráðuneytið lét
framkvæma, til þess að eyða
þessari síðari bjöllunýlendu sem
hinni fyrri.
Evrópa var ekki jafn heppin.
Á stríðsárunum 1914—’18 voru
fluttar afarmiklar birgðir um
Bordeaux í Frakklandi, og ein-
hvers staðar á meðal þeirra
hafa leynzt lifandi bjöllur, því
að árið 1922 var Doryphora orð-
in allútbreidd umhverfis borg-
ina og útrýming hennar var tal-
in vonlaus.
Á næsta áratug færðist bjall-
an norður eftir Frakklandi, yf-
ir Belgíu og Holland, allt aust-
ur til Póllands. Það varð nú
nauðsynlegt að úða garða vegna
bjöllunnar, í viðbót við aðra
úðun, sem framkvæmd var
vegna annarrar sýki í kartöfl-
um. Þetta jók framleiðslukostn-
aðinn, og ef nokkrarbjöllururðu
eftir, dró það mjög úr uppsker-
unni, og eiturefnið, sem notað
var, hafði einnig sömu áhrif.
Þannig varð bæði dýrt og erfitt
að framleiða aðalfæðutegund
Evrópumanna.
Eins og ástandið er nú í hin-
um eyddu löndum Evrópu, er