Úrval - 01.04.1947, Qupperneq 67
Hjónabandið er oft val
um eitt af tvennu:
Koss eða kökukefli,
Grein úr „Science Digest“,
eftir Kudolf Dreikurs.
IV/n'AÐUR nokkur hafði verið
að reyna að gifta sig fram
að fertugsaldri — en ekki tek-
izt. Þegar hann var um tvítugt,
vildi hann kvænast stúlku, sem
færðist undan að taka honum.
Hann hafði beðið hennar, strax
og fundum þeirra bar saman.
Síðan hafði hann haldið bón-
orðinu áfram, en því fastar, sem
hann lagði að henni, þeim mun
efagjarnari varð hún. Og eftir
því sem hún dró sig meira í
hlé, varð sókn hans harðari. Að
lokum gafst hann upp.
Mörgum árum seinna komst
hann að því, að hann hafði gef-
izt upp, einmitt þegar hún var
komin á fremsta hlunn með að
játast honum. Var þetta aðeins
tilviljun ?
Síðan varð hann ástfanginn
af giftri konu. Árum saman
reyndi hann að fá hana til að
skilja við mann sinn, en hún
var treg til þess, og að lokum
hætti hann við hana.
Nú varð hann ekki hrifinn af
neinni konu um nokkurt skeið
þar til hann varð ástfanginn af
ekkju nokkurri. Þau voru sam-
an í nokkur ár, en hún vildi ekki
giftast honum, enda þótt hún
játaði, að hún elskaði hann. Hún
vildi heldur halda eftirlaunun-
um eftir mann sinn, sem voru
það mikil, að hún gat lifað fjár-
hagslega sjálfstæðu lífi.
Þegar hann hafði leitað til
sálsýkifræðings, fór hann að
skilja sjálfan sig. Hann hætti
að vera „spenntur", og tauga-
veiklunareinkennin hurfu.
Nokkrum mánuðum síðar
kom hann til mín og sagði mér,
að hann væri heitbundinn
stúlku. Mér lék forvitni á að
vita, hvernig hann, sem ávallt
hafði verið í vandræðum með
konuvalið, hefði fundið stúlku,
sem hann taldi við sitt hæfi.