Úrval - 01.04.1947, Síða 78
Fáir forstöðumenn brjóta öll þessi boðorð,
en alíir brjóta eitthvert þeirra.
Tíu höfuðsyndir yfirmanna minna.
Grein úr „National Business“.
T þau tuttugu og fimm ár, sem
■** liðin eru síðan ég lauk skóla-
námi, hefi ég sex sinnum skipt
inn atvinnu. Og í öll þessi ár hefi
ég lagt mig fram um að reyna
að kynnast kostum og göllum
yfirmanna minna. Mig langaði
til að skilja þessa menn, sem ég
átti að miklu leyti vonir mínar
og metnað undir.
Og árangur þessara rann-
sókna minna hefir fært mér
heim sanninn um, að það eru tíu
höfuðsyndir, sem framkvæmd-
arstjórar gera sig einkum seka
um.
Sem betur fór var enginn
þeirra, er ég vann hjá, sekur
fundinn um allar þær yfirsjón-
ir, sem um getur í syndaskrá
minni, en hitt er aftur á móti
satt, að sérhver þeirra framdi
að minnsta kosti eina eða fleiri.
Og hér hefir svo skrá yfir
þær yfirsjónir, sem forstöðu-
mennirnir gera sig oft seka um,
með þeim afleiðingum, að þeir
hljóta andúð þeirra, er hjá þeim
vinna:
1. Of sparir á verðskuldad lof.
Einn vinnuveitandi minn, út-
gefandi, sagði kunningja mín-
um, að mér hefði farizt verk
eitt prýðilega úr hendi, en drap
samt aldrei á það við mig. Svo
virtist, sem hann væri hræddur
um, að ég færi fram á kaup-
hækkun, ef hann léti mig njóta
sannmælis.
En hér tala staðreyndirnar
allt öðru máli. Ég hefi að
minnsta kosti þrívegis unnið
hjá mönnum, sem horfðu ekki í
að veita mér viðurkenningu fyr-
ir vel unnin störf, og hafnaði
þá atvinnutilboðum, þar sem
hærri laun voru í boði, einmitt
af því að ég lít svo á, að lofsam-
leg ummæli séu nokkurs virði,
jafnvel peningalega séð.
Allt of margir vinnuveitend-
ur sækja fyrirmyndina til Napó-
leons, er á að hafa spurt mar-
skálk, sem tilkynnti honum
stórsigur, hvað hann hafi af-
rekað daginn eftir. Slík orða-
skipti eru ekki til annars en
draga kjark úr mönnum.