Úrval - 01.04.1947, Qupperneq 86
84
tJRVAL,
Eða að sig á einum stað getur
komið raski á annars staðar og
valdið því, að landið tyftist þar.
Árið 1897 lyftist skyndilega
stórt landssvæði nálægt Hima-
laya í Indlandi um 7% m. Árið
1899 lyftist strönd Alaska
skyndilega um 15 metra.
Japan, sem er eitt mesta jarð-
skjálftasvæði í heimi, virðist sí-
fellt hallast meir og meir. Vest-
urhluti eyjanna er að síga, en
sú hliðin, sem snýr að Kyrra-
hafinu, er að hækka.
Hefir þetta fyrirbrigði verið
rannsakað nákvæmlega á und-
anfarinni hálfri öld og vísinda-
menn komizt að þeirri niður-
stöðu, að Japan er myndað úr
geysistórum björgum, sem eru
margar mílur í þvermál hvert, og
lögð saman eins og þakhellur.
En þegar innri þrýstingurinn
nær vissu hámarki, gliðna
björgin í sundur og falla síðan
aftur í nýjar skorður.
Rannsóknir á jarðskjálftum í
Japan hafa átt sér stað í 66 ár.
Voru þær hafnar af amerískum
og brezkum vísindamönnum ár-
ið 1880, en þeir voru staddir í
Tokyo, er jarðskjálfta varð þar
vart og fengu svo mikinn áhuga
á málinu, að þeir stofnuðu þann
sama dag Hið japanska jarð-
skjálftafélag. Á skömmum tíma
höfðu verið settar upp meira en
eitt þúsund athugunarstöðvar í
Japan.
Merkilegar breytingar hafa
átt sér stað neðansjávar í
Japan. Sagamiflóinn við Tokyo
hafði verið mældur og kort-
lagður mjög nákvæmlega árið
1912. Þegar eftir jarðskjálftana
1923 var flóinn mældur upp aft-
ur. Á fimm stöðum hafði botn-
inn hækkað um 250 metra, en á
öðrum stöðum hafði hann dýpk-
að um 400 metra.
Enda þótt sú tegund jarð-
skjálfta sé algengust, er landið
ýmist hækkar eða lækkar, kem-
ur einnig fyrir, að hreyfingin er
lárétt. Slíkir jarðskjálftar urðu
í San Fransisco árið 1906.
Mörgum árum fyrir jarð-
skjálftana hafði verið tekið
eftir því, að meginlandið
hafði virzt vera á hreyfingu til
norðausturs, en mjó landræma
á ströndinni virtist verða eftir.
Hinn 18. apríl 1906 var eins og
meginlandið losnaði frá og
myndaðist gjá, 7 metrar á
breidd, og um 200 mílur á lengd.
Jörðin er mjög teygjan-
leg. Þegar klettalögin brotna
undan miklu fargi, rykkjast þau
fram og aftur. Þó þetta geti