Úrval - 01.04.1947, Side 96

Úrval - 01.04.1947, Side 96
94 TJRVALi hans hljómaði glaðlega milli hinna háu veggja traðarinnar, og bergmálið kastaðist kæru- leysislega frá einum vegg til annars, hringinn í kring og á allar hliðar, og hann var nærri komin hálfa leið í gegnum tröð- ina, þegar honum var ljóst, að hann var þar ekki einn á ferð. Rétt á undan honum var kona, sem gekk hægt í sömu átt og hann, en hún gekk varla, hún hangsaði meðfram veggnum, óskýr kvenvera í náttmyrkrinu. George Tarlyon gekk framhjá henni og hirti ekki vitund um að líta í andlit hennar. Hann heyrði orð kallað á eftir sér, feimniorð, en hélt áfram, tvö skref, þrjú skref — og þá heyrði hann annað orð sagt fyrir aftan sig, hærra, og hann snérist á hæli, ekki mjög blíðlega. Orðin, sem náttkonurnar kalla út í nóttina, til að ginna vegfarend- ur, eru fá og tjáning þeirra tak- mörkuð, og oft hafði verið kall- að til George Tarlyon á göngu- ferðum hans, en aldrei hafði hann valið neina, því honum geðjaðist ekki þesskonar skemmtanir, og hann naut alveg nógrar hylli í sinn hóp. En þessi kona hafði hrópað „góði minn“ á eftir honum, mjúklega, alls ekki ísmeygilega, fágaðri röddu, sem var hvorki gjallandi né gaf nokkrar bendingar, að- eins biðjandi. Og einhvernveg- inn snertu þau eyru George Tarlyon, þessi mildu orð, „góði minn,“ og hann sneri sér í átt- ina til konunnar. „Hvað?“ sagði George Tarly- on og var ekki sérlega mjúkur á manninn. En hann lyfti hend- inni í áttina að hattbarðinu, og það er meira en flestir gera undir slíkum kringumstæðum. Hún gekk til hans mjúkum skrefum, og hann varð að líta langt niður til hennar, því að hún var lágvaxin og grönn, mið- aldra, miðstéttarkona, og hvorki áberandi að klæðnaði né andlitssvip. Hún var afar róleg og kvenleg. I annari hendi bar hún tösku og dálítið stærri en þessar svonefndu handtösk- ur. Taskan virtist úttroðin, eins og eigandinn væri saumakona eða kennslukona, sem væri að heiman allan daginn. Litla kon- an brosti, og það var engin und- irferli í brosinu. „Hvað?“ spurði George Tarlyon aftur, ekkert sérlega blíðmáll. „Það er ekkert annað en það,“ sagði litla kon- an, „að ég er hrædd við að ganga þessa tröð einsömul, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.