Úrval - 01.04.1947, Page 96
94
TJRVALi
hans hljómaði glaðlega milli
hinna háu veggja traðarinnar,
og bergmálið kastaðist kæru-
leysislega frá einum vegg til
annars, hringinn í kring og á
allar hliðar, og hann var nærri
komin hálfa leið í gegnum tröð-
ina, þegar honum var ljóst, að
hann var þar ekki einn á ferð.
Rétt á undan honum var kona,
sem gekk hægt í sömu átt og
hann, en hún gekk varla, hún
hangsaði meðfram veggnum,
óskýr kvenvera í náttmyrkrinu.
George Tarlyon gekk framhjá
henni og hirti ekki vitund um
að líta í andlit hennar. Hann
heyrði orð kallað á eftir sér,
feimniorð, en hélt áfram, tvö
skref, þrjú skref — og þá heyrði
hann annað orð sagt fyrir aftan
sig, hærra, og hann snérist á
hæli, ekki mjög blíðlega. Orðin,
sem náttkonurnar kalla út í
nóttina, til að ginna vegfarend-
ur, eru fá og tjáning þeirra tak-
mörkuð, og oft hafði verið kall-
að til George Tarlyon á göngu-
ferðum hans, en aldrei hafði
hann valið neina, því honum
geðjaðist ekki þesskonar
skemmtanir, og hann naut alveg
nógrar hylli í sinn hóp. En þessi
kona hafði hrópað „góði minn“
á eftir honum, mjúklega, alls
ekki ísmeygilega, fágaðri
röddu, sem var hvorki gjallandi
né gaf nokkrar bendingar, að-
eins biðjandi. Og einhvernveg-
inn snertu þau eyru George
Tarlyon, þessi mildu orð, „góði
minn,“ og hann sneri sér í átt-
ina til konunnar.
„Hvað?“ sagði George Tarly-
on og var ekki sérlega mjúkur
á manninn. En hann lyfti hend-
inni í áttina að hattbarðinu, og
það er meira en flestir gera
undir slíkum kringumstæðum.
Hún gekk til hans mjúkum
skrefum, og hann varð að líta
langt niður til hennar, því að
hún var lágvaxin og grönn, mið-
aldra, miðstéttarkona, og
hvorki áberandi að klæðnaði
né andlitssvip. Hún var afar
róleg og kvenleg. I annari hendi
bar hún tösku og dálítið stærri
en þessar svonefndu handtösk-
ur. Taskan virtist úttroðin, eins
og eigandinn væri saumakona
eða kennslukona, sem væri að
heiman allan daginn. Litla kon-
an brosti, og það var engin und-
irferli í brosinu. „Hvað?“ spurði
George Tarlyon aftur, ekkert
sérlega blíðmáll. „Það er ekkert
annað en það,“ sagði litla kon-
an, „að ég er hrædd við að
ganga þessa tröð einsömul, og