Úrval - 01.04.1947, Síða 99
MÁLGEFNA KONAN 1 LANDSDOWNE-TRÖÐINNI
97
sagði ég, og þá var hann fljótur
að sleppa töskunni minni, svo
að ég gat hraðað mér í áttina
til Curzonstrætis. Hann dróst þá
afturúr, en mér var svo mikið
í mun að komast inn í Curzon-
stræti, að ég heyrði ekki fóta-
tak hans á eftir, fyrir hjart-
slættinum í sjálfri mér. En
hann hlýtur að hafa verið á hæl-
unum á mér, því að ég var varla
komin faðmslengd — ja, við
erum á staðr.um núna, ég hefi
verið seii- auegja frá, — þeg-
ar hann gieip hendinni aftan-
frá fyrir munn mér, og ég
heyrði þungan andardrátt hans
við háls mér, og svo fann ég
sáran og skrítinn verk í herða-
blaðinu, hvassan eins og hnífs-
egg, eins og sagt er, en þetta
var í raun og veru hnífur, þetta
var egghvass hnífur í herðablað-
inu — en það var skrítnara en
hvað það var sárt, ef þér skilj-
ið, hvað ég á við, og allt var svo
ruglingslegt, andardrátturhans,
þessi skrítna tilkenning í herða-
blaðinu, og einhvers staðar sló
klukka eitt högg, en ég var
horfin, áður en næsta högg kom,
því að hún hlýtur að hafa ver-
ið þrjú. Aldrei datt mér í hug,
að dauðinn væri þannig."
Og George Tarlyon litaðist
um eftir litlu konunni, en hann
sá aðeins vegginn, og George
Tarlyon hljóp eins og kólfi væri
skotið út úr Lansdownetröðinni,
og meðan hann var á hlaupun-
um, heyrði hann klukkuna slá
tvö síðari höggin af þremur.
CV3 A OO
Nýtt fyrirbrigði í dýrarilúiiu.
1 Skillingsmark í Vermalandi í Svíþjóð skeði það nýlega, að
ær ól mjög undarlegt lamb. Almennt er álitið, að faðirinn sé dá-
dýr, lambið liktist sem sé einna mest dádýrskálfi, það er háfætt,
með langt höfuð og ,,ullin“ á fótunum er grá. Það er búið að taka
lambinu blóð til rannsóknar, og vísindamenn eiga nú að athuga
þetta merkilega fyrirbrigði nánar. Menn hafa oft veitt því eftir-
tekt, að kindur og dádýr eru saman á beit, svo að það er alls
ekki álitið útilokað, að dádýrstarfur sé faðir að lambinu.
— Land og Folk.