Úrval - 01.04.1947, Qupperneq 109
TIL MIKILS AÐ VINNA
107
Þú veizt, að slík eru jafnan ör-
lög kvenna.“
„Ég skil, hvað þú átt við, og
þetta er ef til vill of mikil fórn
fyrir þig.“
„Það hefi ég ekki sagt. Ég
hefi aðeins bent á staðreyndir;
þú kýst alltaf staðreyndir."
„Já, það geri ég.“
„Ég er sjálfstæð kona. Ég
vinn fyrir mér sjálf og þarfnast
hvorki gjafa né fyrirvinnu. Á
hinn bóginn er ég gestur á
þessu skipi og hefi af fúsum
vilja undirgengizt vissar skuld-
bindingar. Er það nóg, að
ég hafi góða samvizku? Eða
ætti ég að sporna við hinu illa?“
„Er hið illa fólgið í því, að
vera vinur minn?“
„Hið illa er það, að svifta
manneskju einhverju, sem hún
þráir meira en allt annað í
heiminum."
„En sem hún öðlazt þó
aldrei!“
„Hún veit það ekki, og eng-
inn getur sannfært hana um
það. Hún mun leita að ástæð-
unni, og allt í einu mun hún
finna hana — mig. Ég gæti
aldrei sannfært hana um, að ég
væri saklaus.“
Þannig lá málið fyrir. Hann
horfði í augu hennar og varð að
játa, að honum féll vel við fólk,
sem sagði hug sinn allan, enda
þótt það gæti verið óþægilegt
að heyra sannleikann. Hann af-
réð að gjalda henni í sömu
mynt, og sagði: „Hvqts vegna
komstu með?“
„Af því að þú skrifaðir mér,
að þú ætlaðir að fara, og ég
hélt að þetta yrði skemmtileg
ferð.“
„Vissirðu ekki, hvernig á
stóð um mig og — hana?“
„Ég hafði heyrt lausafregnir,
en mér datt ekki í hug, að það
væri svona alvarlegt."
„Og ef þú hefðir vitað það,
myndir þú þá ekki hafa kom-
ið?“
„Ég gat ekkert vitað, nema
ég kæmi. Þessi ferð varir ekki
til eilífðar; og ef við hittumst
seinna, verður það ekki eins
hneykslanlegt í augum fólks og
nú.“
Lanny sá, að tími var kominn
til að fara, en hann hafði ekki
stigið nema örfá skref, þegar
Lizbet birtist í dyrum reyk-
skálans.
Þau voru komin í laglega
klípu. Hafði dóttir skipseig-
andans komið upp á þiljur, til
þess að ganga sér til hressing-
ar í kvöldgolunni ? Eða grunaði