Úrval - 01.04.1947, Page 111
TIL MIKILS AÐ VINNA
109
Hongkong var nýtízku borg með
glæsilegum hótelum, stórverzl-
unum, leikhúsum og bönkum;
hún var í þeim efnum engu síðri
en London eða New York.
Reverdy var gamall vinur
landsstjórans og var boðinn
þangað til veizlu. Laurel,
Althea og Lanny snæddu 1
veitingahúsi einu, sem var mjög
sótt af efnuðum Kínverjum í
borginni. Althea hafði komið
því svo fyrir, að þau færu um
kvöldið í heimsókn til frú Sun,
og meðan þau voru að borða,
fræddi hún þau mikið um þessa
merkiskonu, og einnig um kín-
verzka silkikaupmanninn, Foo
Sung sem átti að sækja þau í
bifreið sinni.
I Kína voru þrjár konur, sem
nefndar voru Soong systurnar,
dætur auðugustu bankafjöl-
skyldu í landinu, og höfðu þær
allar hlotið menntun í amerísk-
um skólum. Hin þekktasta af
þeim, Mei-ling, var kona
Chiang Kai-shek yfirhershöfð-
ingja; önnur, Ai-ling var gift
Kung fjármálaráðherra; hin
þriðja, Ching-ling, hafði verið
einkaritari Sun Yat-sen og hafði
gifzt honum síðan. Hún hafði
drukkið í sig kenningar hans,
og enda þótt hún hefði nú verið
ekkja í sextán ár, voru þær enn
leiðarljós hennar í lífinu.
Foo-Sung sótti þau í bifreið
sinni. Hann var maður við ald-
ur, með gullspangargleraugu
og klæddur svörtum silkikufli
að kínverzkum sið. Frú Sun bjó
í Kowloon, en sú borg stóð á
meginlandinu handan við f jörð-
inn. Þau voru flutt til lands á
grænmálaðri ferju, og á meðan
gafst þeim góður tími til við-
ræðna.
Ekkja Kínaforseta bjó í í-
burðarlausu húsi í einu af út-
hverfunum. Hún var lág kona
vexti og grannholda, nauðalík
hinni frægu systur sinni í útliti.
Hún taldi víst, að gestirnir
væru komnir til þess að afla sér
aukins skilnings á vandamálum
Kínaveldis, og hún lét ekki á
sér standa.
Lanny, sem var friðelskandi
maður, spurði hana, hvað hún
teldi að réttast væri að taka til
bragðs gagnvart j apanska vanda-
málinu. Svarið var, að það væri
sama vandamálið og í Kína;
hinar auðugu fjölskyldur not-
uðu hernaðarsinnana og stjóm-
málamennina bæði til þess að
auka á auðæfi sín og til þess
að herða á kverkataki sínu