Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARSPJALL
Seinna tölublað fráfarandi ritstjórnar sér nú dagsins Ijós. Efni blaðsins er fjölbreytt og ættu flestir
aðfinna eitthvað við sitthœfi.
Við lifum á tímum mikilla tœknifiramfara. Með hátœkniþróuninni í læknisfrœði eru augu okkar að
opnast fyrir leyndardómum mannslíkamans og starfsemi hans. Með betri myndgreiningartækni og
rannsóknaraðferðum sjáum við sífellt betur líffœrin, vefina, frumurnar, frumulíffœrin og síðast en ekki síst
genin. Með erfðatækninni opnast miklir möguleikar, ekki aðeins ílæknisfræði, heldur einnig til að mynda í
matvœlaframleiðslu og bjartsýnustu menntalajafnvel um aðþessi tœkni stuðli aðþvíað leysa vanda vanþróuðu
landanna á komandi árum. Erfðatœknin virðistþó vekja upp fleiri siðfrœðilegar spurningar en unnt er að
svara. Nú ersvo komið að við verðum aðsvara mörgum erfiðumspurningum, meðalannars hvað okkurfinnst
"eðlilegt"eða réttlœtanlegt að ganga langt.
Með meiri notkun erfðatœkninnar í lœknisfræði, aukast kröfurnar sem gerðar eru til
heilbrigðisstarfsmanna. Mikilvægt er aðþeir veltiþessum siðfræðilegu spurningum, sem upp koma.fyrirsér,
þósvoað vitaðeraðoftverðurekki komistaðeinni niðurstöðu. Ekkierþóvíst aðmeirisiðfrœðikennslageri
lœknanema að betri lœknum. Farsœll lœknirþarf ekki að veravel lesinn ísiðfræði, en góðþekking á faginu,
samkennd meðþeim sjúku og virðingfyrirsamstarfsfólki, eru dyggðir sem œtíð hafa og munu einkenna góðan
lœkni. Það er hins vegar óumdeilanlegt að auka þarf umræður um siðferðislega ákvarðanatöku í námi
læknanema. Mikilvœgt er að slík umræða sé opinská og ánþröngsýni meðþátttöku, ekki eingöngu starfsfólks
heilbrigðisþjónustunnar, heldur allra ermálið varðar.
Góð mannlegsamskipti verða vonandi áfram íheiðri höfðþráttfyrir breyttar áherslur í læknisfræði. I
þessu flókna, tœknivæddaþjóðfélagi er mikilvœgt að missa ekki sjónar á þörf sjúklinga fyrir hlýju viðmóti,
tillitsemi og uppörvun samfaraflókinni lœknismeðferð.
A blaðsíðum 112 & 113 er myndasyrpa sem birtist á sýningu World Press Photo í Kringlunni á
síðastliðnu hausti. I syrpunni er skyggnst inn í líf bandarískrar hjúkrunarkonu, sem ættleiddi tvö börn, en
annað fæddist smitað af alnæmisveirunni og hitt barnið fœddist ánetjað eiturlyfinu "krakk". Börnin eru
fórnarlömb sjúkdóma ogþeirrar örvœntingar sem einkennir oftþað nútíma neysluþjóðfélagsem við búum í.
Hjúkrunarfrœðingurinn er ímynd hins góða, sem lœtur vandamál samfélagsins til sín taka. Hún erfyrirmynd
allra þeirra sem annt er um velferð annarra og af fórnfýsi sinna sjúkum.
Það er ósk mín að myndasyrpan verði lesendum þessa blaðs hvatning til góðra verka,
Kærkveðja,
Kristján Skúli
4
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.