Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 109

Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 109
neitt nýtt að við þurfum að hugleiða siðferðileg málefni. En ný tækni, sem færir manninum nýjan mátt og möguleika, sem engan óraði fyrir áður, getur að mati margra skapað ýmiss konar siðferðivanda, sem örðugt getur reynst að glíma við með hefðbundnum aðferðum. T ækniþróunin á þessu sviði er svo hröð, að maðurinn virðist varla hafa ráðrúm til að þroska með sér siðferði, er ræður við þau nýju vandamál, er fram koma. Sumir hafa gengið svo langt að halda því fram, að nútíma gentækni valdi slíkri byltingu í málefnum okkar mannanna að nauðsyn sé á því að þróa alveg ný siðfræðileg hugtök og grundvallarreglur. Aðrir telja hins vegar, að þau hugtök og reglur, sem nú ríkja almennt, nægi til þess að ráða við flestan vanda, sem gentæknin kallar fram (12). Aður en við hyggjum að þeim siðferðilegu spurningum, sem gentækni nútímans vekur, verða fyrst sett fram nokkur almenn atriði um siðferði, siðfræði og tengsl þeirra við gentækni. Síðan verða tekin nokkur dæmi um not gentækni, til þess að lesandinn fái örlítið hugboð um hina ótrúlegu möguleika, sem þessi tækni virðist geta boðið upp á. Þar sem siðferðileg umræða um gentækni þarf að taka tillit til geysimargra þátta og verður þannig flókin og yfirgripsmikil verður ekki rúm hér til ítarlegrar urnræðu um neitt siðferðilegt úrlausnarefni varðandi gentækni. Látið verður nægja að benda á almenn sjónarmið og aðferðir, sem taka verðurtillit til, og impra á nokkrum helstu siðferðilegu vandamálum, sem gentæknin þarf að glímavið. A síðustu mánuðum hafa þessi mál reyndar verið í brennidepli í íjölmiðlum, hér á landi sem annars staðar. Má þar nefna umræðu um erfðafræðilega íjölföldun eða „klónun“ einstaklinga, um erfðakort mannsins, svokölluð „krabbameinsgen“, þ.e. gen, sem standa í einhvers konar orsakarsambandi við krabbamein sem kemur fram einhvern tímann síðar á ævinni, og loks gervifrjóvgun, er gerir eldri konum fært að eignast börn. Loks er þess að geta, að Nóbelsverðlaunin 1993 í lífeðlis- eða læknisfræði voru veitt fyrir uppgötvanir á þessu sviði. ATHAFNIR, SIÐFERÐI OG SIÐFRÆÐI Öll dýigera eitthvað. Það að gera eitthvað einstakt er kallað athöfn, en almennara mynstur athafna eða venj an að framkvæma einhverj a tegund athafna nefnist atferli. Líf dýrs felst í athöfnum þess, í því hvað það gerir. Athafnirdýrs stjórnastafþremurmeginþáttum: í fyrsta lagi ytri aðstæðum, í öðru lagi innri þörfum og hvötum dýrsins, og í þriðja lagi einhvers konar stjórnstöð, sem er innbyggð í dýrið sem lífveru, og tekur við upplýsingum um ytri aðstæður á ákveðnu andartaki, þarfir og hvatir dýrsins á sama tíma, samhæfir þessar upplýsingar og vinnur úr þeim þannig að úr verður ákveðin athöfn, sem í einhverjum skilningi veitir dýrinu ánægju eða fullnægingu, „hamingju“, eða miðar að því. Þessi stjómstöð er misflókin eftir því, hversu þróað dýrið er, sennilega flóknust hjá þróuðum dýrum eins og æðri spendýrum. Maðurinn er að sjálfsögðu dýr, en það sem greinir hann frá öðrum dýmm er, að stj órnstöð hans er flóknari en hjá þeim. Þessa stjórnstöð mannsins getum við kallað skynsemi. A hverju andartaki í lífi okkarerum við að gera eitthvað, hvort sem það er nú að sofa, anda, borða, liggja í leti eða eitthvað annað. Þegar við fömm að gera eitthvað annað en við höfum verið að gera til þessa, gerum við það vegna þess að við höfum tekið ákvörðun, sem getur verið meðvituð eða ómeðvituð. Marga hluti gerum við ósj álfrátt, eins og þegar við göngum hreyfum við fætuma á ákveðinn hátt, eða burstum tennumar á hverju kvöldi. En oft þurfum við að taka meðvitaða ákvörðun, en það orð notum við einkum um það, þegar við þurfum að hugsa um ýmsa hugsanlega möguleika, t.d. hvort kaupa eigi þennan bíl eða einhvem annan, og vega og meta hvaða kost eigi að velja. Þá öflum við okkur upplýsinga um staðreyndir málsins, um það, hvað hver kostur hefur í för með sér, í ljósi þarfa okkar og innri hvata. Skynsemin reynir að vinna úr þessum upplýsingum og finna þann kost, sem við viljum kalla skynsamlegastan, og í ljósi þess tökum við ákvörðun. Þarfír okkar og hvatir skoðaðar almennt í ljósi skynseminnar getum við kallað gildi. Sum gildi eru endanleg gildi, sem erfitt eða ókleift er að færa frekari rök fyrir. Æðsta gildi mannsins er sennilega mannslífið, vegnaþess að líf mannsins, eins og annarra dýra, felst í því að gera eitthvað, og gildishugtakið er leitt af hugtökum eins og þarfir, hvatir, sem taka mið af viðhaldi lífsins. Önnur æðri gildi taka mið af þessu gildi, eins og að halda beri mönnurn á lífí ef unnt er, deyða ekki aðra menn, bjarga mannslífum, nærast, klæða sig eftir aðstæðum, nj óta félagsskapar annarra, álits í þjóðfélaginu o.s.frv. Peningareru ekki endanlegt gildi, vegna þess að þeir eru aðeins meðal til þess að ná LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg. 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.