Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 19
NYRNAFRUMUKRABBAMEIN
- Yílrlitsgrein -
Tómas Guðbjartsson1
Guðmundur Vikar Einarsson2
INNGANGUR
NÝRNAFRUMUKRABBAMEIN (renal cell
carcinoma, hypernephroma, adenocarcinoma renis)
er algengast nýrnakrabbameina, mun algengara en
nýrnaskjóðuæxli (carcinoma pelvis renis) og
Wilmsæxli. Greining þess er oft vandasöm fyrir það
hversu lúmsk og fjölþætt einkenni það getur gefið.
Hér verður tæpt á því helsta sem læknar og
læknanemar þurfa að vita um sjúkdóminn og
fylgikvi lla hans. Ahersla er lögð á nýj ungar í greiningu
ogmeðferð. Einnigverðurvikiðaðhegðunsjúkdómsins
hér á landi en síðustu tvö ár hafa greinarhöfundar
unnið að viðamikilli aftursýnni klínískri rannsókn á
nýrnafrumukrabbameini á íslandi á 20 ára tímabili,
1971-1990.
FARALDSFRÆÐI
Síðustu tvo áratugina hefur nýgengi (incidence)
Þrátt fyrir ólíka klíníska hegðun og meingerð
hafa nýrnakrabbamein (carcinoma renis) löngum
verið skráð undir sama greiningarnúmeri í
alþjóðlegum krabbameinsskrám.
Nýrnafrumukrabbamein, nýrnaskjóðuœxli og
Wilmscexli hafa þannig sama ICD-númer (189) þótt
uppruni og horfur séu mismunandi. 1 þessari grein
er nýrnafrumukrabbamein eingöngu notað yfir
adenocarcinoma renis. _______________
'Höfundur starfar sem deildarlæknir við
Handlœkningadeild Landspítala.
2Höfundur er sérfrœðingur í þvagfæraskurð-
lækningum og dósent við Háskóla Islands. Hann
starfar við Handlœkningadeild Landspítala.
nýmakrabbameins á íslandi verið með því hæsta í
heiminum, og var það 15,1/100.000 á ári fyrir karla
og 8,6/100.000 á ári fyrir konur á tímabilinu 1987-
1991 (1). Dánarhlutfall (mortality)hefureinnigverið
mjög hátt og árin 1970-1979 var það hvergi hærra í
heiminum (10,7/100.000 á ári fyrir karla og 5,1 fyrir
konur) (2). Samt sem áður eru illkynja æxli í nýmm
Tafla 1. Tíu algengustu krabbamein hjá
íslenskum körlum og konum 1987-1991. Árlegur
fjöldi nýrra tilfella miðað við 100.000 karla og
konur (íslenskur aldursstaðall) (1).
Karlar:
1. Blöðruhálskirtilskrabbamein 72,7
2. Lungnakrabbamein 39,5
3. Magakrabbamein 25,8
4. Ristilkrabbamein 21,9
5. Blöðrukrabbamein 21,9
6. Krabbamein í nýmm 15,1
7. Krabbamein í heila 11,3
8. Briskirtilskrabbamein 9,9
9. Eitlasarkmein 8,1
10. Húðkrabbamein 7,9
Konur:
1. Brjóstakrabbamein 78,4
2. Lungnakrabbamein 26,5
3. Eggj astokkakrabbamein 17,7
4. Ristilkrabbamein 17,4
5. Magakrabbamein 12,3
6. Legbolskrabbamein 12,0
7. Krabbamein í heila 10,9
8. Skjaldkirtilskrabbamein 9,6
9. Krabbamein í nýrum 8,6
10. Leghálskrabbamein 8,3
LÆKNANEMINN I 1994 47. árg.
13