Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 113

Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 113
í fyrsta lagi er það ánægj an af því að sj á hvað hægt er að gera með tækninni, hvers maðurinn er megnugur. Þetta er ánægja „tæknifríksins", hliðstæð ánægju drengsins, sem leikur sér að rafknúinni járnbrautalest eða nýju tölvuforriti. Slíkrar ánægju verður vart meðal ýmissa vísindamanna, einkum í Bandaríkjunum, og knýr þá áfram í stöðugri öflun nýrrar tækniþekkingar ogtæknibúnaðar. Þá má nefna mjög mikilvægan þátt, en það er hreinlega sannleiksást vísindamannsins, sem er að svala forvitni sinni. Það er þessi kraftur, sem er frumhvöt allra sannra vísinda, að athuga sannleikann, kanna hann, faðma hann að sér hreinan og ómengaðan. Segjamá, að sannleiksástineðaþekkingarleitin sé eitt affrumgildum mannsins, enda hefurhúngert hannað þvi sem hann er, valdamesta spendýrinu á jörðinni. Stundum er haldið fram kenningunni um hlutleysi vísinda, sem getur birst í þeirri mynd, að í vísindum séu engir gildisdómar, né séu nokkrir gildisdómar „sannanlegir" í vísindum. Einnig birtist hún í þeirri mynd, að hlutverk vísindamannsins sé eingöngu að afla þekkingar og rannsaka, ekki að taka siðferðilegar eðapólitískarákvarðanir. Vísindamaðurinngeturlagt spilin á borðið andspænis stjómmálamanni, sé hann kallaður til ráða, en hann leggur sem slíkur ekkert mat á það, hvernig eigi að nota þekkinguna. A það má einnig benda, að unnt er að nota allar upplýsingar bæði til góðs og ills. Segjum t.d., að við vitum að ákveðinn maður er með ofnæmi fyrir býflugnastungum, þannig að margar stungur geta leitt til dauða hans. Þá má nota þessa vitnesku til þess að bjarga manninum, eða vara hann við, ef við vitum að hann kemur hættulega nálægt býflugnabúi. En einnig má nota sömu vitneskju til þess að myrða hann, t.d. með því að setja nokkrar árásargjarnar býflugur nálægt honum. I þriðja lagi kemur við sögu önnur frumhvöt mannsins, en það er gróðavonin. Menn sjá ýmiss konar möguleika á því að græða á gentækni, og nú þegar eru geysimiklir ijármunir í húfi í gentækniiðnaði í ýmsum löndum. Miklar vonir eru bundnar við framtíðina í þessu tilliti. Síðast en ekki síst má benda á vonina um ýmsar úrbætur í mannlegum málefnum, einkum vonina um bætta heilsu manna og þar með betra, ánægðara og hamingjusamara mannfólk og mannlíf. Hér er um að ræða framfarir í læknavísindum á mörgum sviðum, t.d. framleiðslu nýrra og áhrifamikilla lyfja á ódýrari hátt en áður, lækningu ákveðinna sjúkdóma, t.d. erfðasjúkdóma og arfgengra sjúkdóma, forvarnaraðgerðir af ýntsu tæi, greiningu sjúkdóma og margt fleira. Ennfremur má nefna notkun gentækni á öðrum sviðum, sem vikið verður að hér á eftir. Andstaða gegn óheftum rannsóknum í líftækni stafar í fyrsta lagi af ýmsum trúarsjónarmiðum, eins og nefnt var hér að framan. Einnig kemur hér til hræðslan við hið óþekkta, að maðurinn fari að fikta við eitthvað sem hann skilur ekki og veit ekkert urn h vaða afleiðingar það getur haft: rnaður á ekki að leika sér að eldinum, sérstaklega ef maður veit ekki hvernig hann hegðar sér. Þá eru margir hræddir við of mikið vald mannsins. Hann getur misbeitt þessu valdi vegna gróðasjónanniða, vegna trúarofstækis eða öfgakenndra stjórnmálaskoðana, vegna kynþáttahaturs eða af einhverjum öðrum meira eða niinna annarlegum hvötum. I tengslum við þetta síðastnefnda atriði má nefna hræðsluna við persónunjósnir, við að ákveðnir menn hafi aðgang að of mikilli þekkingu og of náinni um aðra menn, sem misnota má í ýmsum tilgangi. A það má benda, að jafnvel þótt margir séu hræddir við nútíma gentækni og möguleika þá, er hún hefur upp á að bjóða, þá stundum bæði við mennirnir og náttúran sjálf í vissum skilningi gentækni. Náttúran skapaði lífíð upphaflega með „gentækni“, og þessi „gentækni“ náttúrunnar heldur áfram, með sífelldri þróun tegunda og aðlögun að ytri skilyrðum, og breytingum á ytri skilyrðum. Maðurinn beitir „gentækni" þegar hann ákveður að eignast börn, eða þegar hann ræktar skrautfíska, ný hundaafbrigði, nýjar korntegundir o.s.frv. Höfuðmunurinn á þessari tækni og því sem venjulega gengur undir nafninu „gentækni“ er, að síðamefndatækninermeðvitaðri um sjálfa sig, beitir markvissari aðferðum sem snerta sjálfan grundvöll erfðanna, og er reist á ákveðinni fræðilegri undirstöðu er gerir hana mun öflugri og um leið mun „hættulegri“ en þá fyrrnefndu. Með þessi atriði í huga munum við nú skoða nokkur meginatriði gentækninnar og siðferðilega þýðingu þeirra. Rúmsins vegna verður hér stiklað á stóru og aðeins drepið á nokkur miki 1 væg úrlausnarefni og rök. HUGO-ÁÆTLUNIN Arfgengi allra lífvera ákvarðast af svokölluðum genum eða erfðaþáttum, sem eru staðsett í litningum í frumukjömum. I hverri eðlilegri mannsfrumu eru 23 LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg. 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.