Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 24
Oft sést á tölvusneiðmynd og ómun ef
bláæðadrönglar eru í nýmabláæð eða holæð (vena
cava). Ef talin er ástæða til að rannsaka nánar hvort
bláæðadrönglar séu til staðar kemur til greina að gera
svokallaða holæðamyndatöku (cavographia) eða þá
ómskoða holæðina sérstaklega. Einnig má sjá
bláæðadrönglavið slagæðamyndtöku. Stundumþarf
að meta nánar starfshæfni nýma með ísótóparannsókn,
til dæmis hjá sjúklingum sem em í nýrnabilun og
þola því illa brottnám á nýra. Loks má nefna ástungu
(til dæmis ómstýrða) á nýrnafrumukrabbameini í
þeim tilgangi að staðfestagreiningu. Skiptarskoðanir
eru um gi idi þeirrar rannsóknar. Því hefur verið haldið
fram að hægt sé að sá meininu með ástungunni og því
sé eina raunverulega ábendingin staðfesting greiningar
hjá sjúklingum sem ekki er treyst í aðgerð. Auk þess
getur verið erfitt að lesa úr slíkum sýnum þannig að
meinafræðileg greining sé ótvíræð (8).
MYNDRANNSÓKNIR í LEIT AÐ
MEINVÖRPUM
Meta þarf í hverju tilviki hvaða rannsóknir er
skynsamlegt að gera í leit að meinvörpum og er þá
einkum stuðst við klíníska skoðun og sögu sjúklingsins.
Yfirleitt er fengin lungnamynd og ísótóparannsókn
afbeinum en ómskoðun eðatölvusneiðmyndir af lifur
ef 1 ifrarpróf em brengluð. I völdum tilvikum er fengin
tölvusneiðmynd af heila.
RANNSÓKNIR Á BLÓÐI OG ÞVAGI
Flestir hafa lækkaðan blóðrauða við greiningu og
margir einkenni blóðleysis (3,11,12). Algengast er
blóðleysi tengt langvinnum veikindum (anemia of
chronic disorder) en blóðtap vegna blæðingar er
yfirleitt óverulegt nema blóðtap sé mikið í þvagi. I
kringum 2% sjúklinganna hafa verulega hækkaðan
blóðrauða vegna fjölgunar rauðra blóðkorna
(erythrocytosis). Sökk er oft hækkað og geturjafnvel
sést þriggja stafa sökk. Flestir hafa þó sökk innan
eðlilegra marka (3). Allt að 2/3 sjúklinganna hafa
smásæja blóðmigu. Ef meinvörp em i lifur getur sést
hækkun á lifrarprófum og alkalískur fosfatasi hækkar
oftast efbeinmeinvörp eru til staðar. Onnurblóðpróf
hafa óverulega þýðingu og enn eru ekki þekktir
æxlisvísar (tumor markers) sem hægt er að nota til
greiningar eða við eftirlit.
STIGUN
Markmið stigunar er að velja meðferð við hæfí og
spá betur fyrir um lífshorfur sjúklinganna. Flestir
styðjast við klínískt stigunarkerfi sem kennt er við
Robson (1969) (mynd 7) og lengi hefur verið notað í
Bandaríkjunum og einnig hér á landi (20). Annað
stigunarkerfi er TNM- kerfið (Tumor-Node-
Metastasis, 1987) semnáðhefurútbreiðsluíEvrópu.
Það er ítarlegra en ekki eins handhægt og það
bandaríska.
MIÐFERÐ
Meðferð ræðst af því hvort sjúkdómurinn er
staðbundinn (stig I-III) eða ekki (stig I V= meinvörp).
Brottnámsaðgerð á nýra er alltaf reynd ef meinvörp
eru ekki til staðar (8,21). Yfirleitt er farið í gegnum
skurð undi r riíj aboga að nýranu og það fj arlægt ásamt
fitunni umhverfís og Gerotasfelli (-fascia). Umdeilt
er hvort alltaf eigi að ijarlægja eitla í kringum nýrað.
Með því móti verður stigun nákvæmari og sumir telja
að hægt sé að hefta útbreiðslu sjúkdóms sem eingöngu
hefur náð í eitla nálægt nýranu (22). Hér á landi eru
eitlar yfírleitt aðeins fjarlægðir efþeir eru stækkaðir
eða harðir við þreifmgu í aðgerð. Önnur meðferð er
yfírleitt óþörf á stigum I-III. Árangur aðgerðar er
yfirleitt mj ög góður og skurðdauði (dánir <30 daga frá
aðgerð) hefur haldist í kringum 2-3% sem er mjög
viðunandi fyrirjafn stóraaðgerð (3). Brottnámsaðgerð
er einnig oft gerð á stigi IV en þá í líknanlegum
(palliation) tilgangi, til dæmis vegna kviðverkja,
fyrirferðar eða mikillar blæðingar í þvagi (23).
Stundum má reyna svokallaða “embolisation” í slíkum
tilfellum. Þá eretanóli eða öðrum efnum sprautað, við
slagæðamyndatöku, í slagæðartil æxlisins. Það veldur
stíflu í þeim og síðan drepi og samfalli á æxlinu.
Önnur meðferð kemur einnig til greina á stigi IV en
árangur er takmarkaður. Þar má helst nefna (5,8,23):
Geislameðferð: Oft fæst góð líkn með
geislameðferð, ekki síst á meinvörp í heila, beinum og
lungum. Engu að síður er nýrnafrumukrabbamein
ekki geislanæmt æxli.
Hormónameðferð: Ymiss konar hormón hafa
verið reynd en prógesterón hefur reynst einna best.
Þessi nreðferð hefur lítið verið notuð síðustu ár enda
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.