Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 44
Tafla 2. Tíðni verkja eftir staðsetningu æxlis.
Tegund Tíðni ( % )
Bein 85
Ivl unnhol 80
Kynfæri karla 75
Kynfæri Jkvenna 78
Br jóst 52
Lungu <5
Mettingarvegur TO
Eitlaasxli 30
Hvítblæöi 5
hefur síðastliðið ár verið komið á fót þjónustu eftir
þessari fyrirmynd í samvinnu við nokkra sjálfstætt
starfandi hjúkrunarfræðinga. Enn fremur eru
líknarhópar starfandi á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri og á Sjúkrahúsi Akraness. A
Borgarspítalanum hefur verið starfandi
stuðningshópur og hjúkrunarfrœðingarsérmenntaðir
í verkjameðferð/einkennameðferð eru starfandi á
Borgarspítala og á Akureyri.
UM HUGTOK
Alþjóðaverkjamannasambandið,
(Intemational Association
for the Study of Pain),
skilgreinir verki sem
“óþœgilega skynjun og
tilfinningareynslu sem
tengd er raunverulegri eða
mögulegri vefjaskemmd
eða er lýst á þann hátt”
(15). Vegna þess hve
verkir og upplifun þeirra
er einstaklingsbundin og
huglæg þá telja margir
bæði einfaldara og réttara
að taka mið af þeirri reynslu
og skilgreina verk það sem
skjólstæðingurinn segir
vera verk. Enda er slík
skilgreining meira í
samræmi við hugmyndir
manna um verki í víðustu
merkingu orðins, nefnilega
IASP
“alverk” (13, 16) (e. total pain) sem hefur fjóra
meginþætti: líkamlegan, sálrænan, félagslegan og
andlegan.
Meðferð lækna og annarra sjúkragæslumanna er
oftast nær bundin líkamlegum þáttum verkja og þar
með er hætt við að öðrum þáttum, sem bæði getur verið
erfiðara að greina og annast, sé minni eða enginn
gaumur gefinn.
Verkur er það einkenni sem fólk almennt óttast
mest þegar um krabbamein er að ræða. Enda hafa þrír
af hverjum Qórum krabbameinssjúklingum verki um
lengri eða skemmri tíma einhvern tíma á
sj úkdómsferlinum og því meiri sem nær dregur dauða.
Tíðni og hegðun verkj a er mismunandi eftir tegundum
krabbameina en algengastir eru verkirnir frá þeim
æxlum sem hafa mikla tilhneigingu að meinverpast
blóðleiðina, svo sem þegar um er að ræða
brjóstakrabbamein, rnaga- eða lungnakrabbamein.
Verkir eru þó tiltölulega sjaldgæfir meðal sjúklinga
með hvítblæði eða eitlaæxli.
Oftast er um verki á fleiri en einum stað að ræða
(17) sem þýðir að staðbundnar aðferðir, svo sem
deyfingar- og geislameðferð, nægja sjaldnast einar og
sér, heldur þarf einstaklingurinn að fá jafnframt
kerfisbundna verkjalyfjameðferð ef unnt á að vera að
ráðavið verkina.
Tafla 3. Mismunur bráðra og langvinnra verkja af völdum krabbameina.
Bráðir krabbameinsverkir Hafa í för með sér ofvirkni í semjukerfinu svo sem hraðan hjartslátt, háþrýsting og svita. Aukin spenna og kviði.
Koma oft samtímis skyndilegri stækkun (t.d. vegna blæðingar inn í æxli) frumæxlis eða meinvarpa.
Oft þarf að gefa sterk verkjalyf um tíma eða þar til æxlið hefur látið undan krabbameinsmeðferð.
Langvinnir krabbameinsverkir Oft engin merki um ofvirkni semjukerfis. Föst verkjaviðbrögð oft til staðar (t.d. stunur, þjáningardrættir, göngulag eða afbrigðilegar stellingar).
Breytingar á skaphöfn, geðdeyfð og angist eru algeng einkenni.
ATHUGIÐ að gæta þess vandlega að blanda ekki æxlisverkjum saman við fyrri verki (svo sem gigtarverki o.s.frv.).
38
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.