Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 141
a b c
d e
Mynd 1. Nokkrar tegundir saumspora. A) Einstaka, B) Madrass, C)
Liggjandi madrass, D) Intrakutan, E) Samhangandi ("rúllupylsa").
húðhita. Má vera að þettaeinfaldi málin í framtíðinni.
Ef sár eru eldri en 6-8 klst. gömul eða verulega
tættar sárbrúnir og illa útlítandi eða því meiri
sýkingarhætta er frekari hreinsun nauðsynleg. Þarf
þá að fjarlægja sárbrúnir, þe. klippa eða skera burt
dauðan vef. Gömlu óhreinu sári er þannig breytt í
hreinna og ferskara sár.
Við meðhöndlun sýktra sára ber fyrst að meðhöndla
sýkinguna, þrífa sárið og nota sýklalyf ef þeirra er
talin þörf. Þegar sýkingin er fyrir bí má ýmist láta
sárið gróa frá sárbrúnum eða breyta því í ferskt sár
með því að fjarlægja sárbarma og síðan loka sárinu.
FRÁGANGUR SÁRA
Aó hreinsun lokinni er komið að því að ákveða
hvernig best er að skilj a við sárið. Ekki þarfað sauma
nema hluta af sárum. Sár þar sem vantar bita í húð
geta verið það lítil að hægt sé að draga sárbrúnir saman
með saumaskap án þess að það sé
of strekkt. I öðrum tilfellum er
sáriðþað stórtað flytjaþurfi húð á
svæðið. Önnur slík sár eru síðan
þarna á milli, of stór til að sauma
en það lítil að ávinningur af
húðflutningi erenginn. Slíksárer
best að láta "granulerast" upp.
Getur þá komið til greina að nota
zinkplástur, talinn flýta gróanda.
Þarf þá tíðar skiptingar, daglega
til að byrja með. Það er tímafrekt
að láta sár "granulera" upp en gefur
í slíkum tilvikum oft besta
árangurinn.
Skrapsár er oft nóg að þrífa og
búaum. Vilja oft vessa mikið og
umbúðir þá festast í sárinu,
torveldar skiptingar. Velja þarf
umbúðir með það í huga. Næst
sárinu þá feitar grisjur s.s. Jelonet
eða Soframycin, einnig koma
þurrargrisjurs.s. Silicon sterklega
til greina.
Ef loka á sári eru helst þrir
valkostir. Allra grynnstu sárin
sem ná rétt í gegnum húðin og lítið
tog erámá líma með fljótandi lími
(Histoacryl) sem látið er drjúpa á
sárið þegar því erhaldið saman. Þornar fljótt, svíður
aðeinsundanþví. Síðanlátið "veðrast" af. Einnigmá
teipa slík sár (Steristrip), límplástrar í mismunandi
breiddum sem lagðir eru þvert á sárið. Oft erNobecutan
lím notað með Steristrip (má nota eitt sér), ýmist spray
eða fljótandi. Stærri skurði þarf að sauma. Mynd
sýnir nokkur helstu saumsporin. Við meðhöndlun
skurðsára á slysadeild er svo til eingöngu notuð stök
spor. í einstaka tilfellum getur verið til vandræða að
sárbrúnir vilja velta inn í sárið, þá til bóta að nota
madrass, sá saumur lyftir aðeins undir brúnirnar sé
hann rétt lagður. Það sem mælir á móti að nota
samfelldan saumaskap s.s. rúllupylsu eða intracutan
er að ef sárið sýkist þá getur þurft að opna það upp til
að hleypa út greftri. Ef samfelldur saumaskapur er
klipptur upp getur sárið allt opnast, hinsvegar er
oftast nóg að taka upp eitt til tvö af stökum sporum til
að fá næga afrás. Hversu þétt á að sauma og hvað á að
herða vel að eru atriði sem ekki er hægt að kenna á bók,
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
127