Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 88
eða aðeins sumum þeirra. Sjá nánar upptalningu og
flokkun sérgreina í grein Sveins í Fréttabréfi lækna
(3). Samkvæmt reglum EB er viðurkenndur fjöldi
sérgreina innan læknisfræðinnar meiri en reglugerð
nr. 311/1986 um læknaleyfí og sérfræðileyfi kveður á
um hér á landi. Kröfur um lágmarkslengd
framhaldsnáms í einstökum sérgreinum eru
sambærilegar milli landa.
Til að bæta menntun í heimilislækningum
samþykktu EB-löndin árið 1986 tilskipun 86/457
sem nú hefur verið felld inn í tilskipun 93/16. Þar er
kveðið á um að tveggja ára framhaldsnám og
starfsþjálfun að loknu grunnnámi sé skilyrði þess að
læknir fái að starfa að heimilislækningum fyrir
almannatryggingakerfi í EES-landi (raunar hafa þegar
verið settar fram kröfur um lengingu námstíma í
heimilislækningum í þrjú ár). Læknar hafa getað
hafið almennan læknapraxís að fengnu lækningaleyfí
í flestum löndum svæðisins. Því hefur verið fallist á
vissan aðlögunartíma að þessu ákvæði. Frá og með 1.
janúar 1995 eiga þó ofangreindar menntunarkröfur
að gilda um heimilislækna sem heija störf innan
almannatryggingarkerfa EES-landanna. Því verður
íslenskt lækningaleyfi ekki nægilegt til að helja störf
við heimilislækningar á svæðinu, þ.m.t. á Islandi,
eftir 1. janúar 1995 eins og verið hefur. Þessi ákvæði
eru óháð ákvæðum um framhaldsnám í
heimilislækningum sem til eru í sumum landanna,
þ.m.t. á Islandi. Þar sem um lágmarkskröfur er að
ræða, getur hvert land fyrir sig gert meiri kröfur til
námstíma í heimilislækningum. Slíkar kröfur verða
þá að gilda jafnt um borgara þess lands sem borgara
annarra EES-landa.
Heilbrigðisráðuneytið skal gefa út reglur í samræmi
við ofangreint hinn 1/1 1994. Þar skal lýsa innihaldi
tveggja ára námstíma fyrir almennar
heimilislækningaroggefaútskírteinitil staðfestingar
því að honum hafi verið lokið með viðunandi hætti.
Svíar hafa val ið að nefna slíkan lækni "EU RO-doctor".
ÁHRIF EES-SAMNINGSINS Á SAMSTARF Á
SVIÐIMENNTUNAR OG RANNSÓKNA
Á síðustu árum hafa EB-lönd átt með sér mikið og
vaxandi samstarf á sviði menntunar, starfsþjálfunar
og æskulýðsmála. Frá og með 1. janúar 1995, eða með
árs aðlögunartíma, fá EFTA-löndin fullan aðgang að
öllum áætlunum EB-þjóðanna. Samningar á borð við
COMETT ("Community Action Programme in
Education and Training for Technology") og
ERASMUS ("The European Community Action
Scheme for the Mobility of University Students")
verða frá þeim tíma hluti EES-samningsins.
Islendingar hafa raunar þegar hafið þátttöku í
COMETT II og ERASMUS undir umsjón
Alþjóðaskrifstofu Háskólans. Þeir munu að auki á
næsta ári öðlast fullan rétt til þátttöku í ýmsurn
samvinnuverkefnum s.s. Eurydice (upplýsinganet),
NARIC ("Network of National Academic
Recognition Information Centres", þ.e. miðstöð um
gagnkvæma viðurkenningu háskólaprófa), ECTS
("European Course Credit Transfer System", þ.e.
samræmt námsmat milli skóla í Evrópu), ARION
(áætlun þar sem sérfræðingum á sviði menntunar er
boðið upp skamma námsdvöl til að kynna sér
menntakerfi annarraEB-landa) og "Youth for Europe"
(stúdentaskipti). EFTA-löndin 5 munu einnig öðlast
rétttil þátttöku í ijölþættu samstarfi EB-landa á sviði
rannsókna á ýmsum sviðum ("the Third Framework
Programme"). M.a. mun opnast aðgangur að
umfangsmiklum vísindasjóðum Evrópubandalagsins.
Fleira mætti tína til, en til frekari upplýsingar er bent
á gögn sem liggja frammi í utanríkisráðuneytinu.
SAMANTEKT
Helstu breytingar sem EES-samningurinn hefur í
för með sér eru því:
1) Gagnkvæm viðurkenning á grunnnámi og
framhaldsnámi sem uppfyllir skilyrði samningsins á
öllusvæðinu.
2) Ekki er lengur hægt að setja sérstök skilyrði
gagnvart borgurum annarra EES-landa fyrir aðgangi
að framhaldsnámi í læknisfræði í aðildarríkjum
samningsins sé fullnægjandi grunnnámi og 12 mánaða
kandídatsári lokið.
3) Islenskur læknir sem hlotið hefur íslenska
sérfræðiviðurkenningu eftir framhaldsnám utan EES,
t.d. í Bandaríkjunum, getur sótt um viðurkenningu á
öllu EES-svæðinu út á hina íslensku viðurkenningu
vegna sérákvæðis fyrir Islendinga.
4) Frá 1/1 1995 nægir ekki lækningaleyfi til að
78
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.