Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 126
merktra TIL frumna að jafnaði yfir 0,01%. Lengst
greindust neoR merktar TIL frumur í 60 daga. Einnig
mátti finna einstaka neoR merktar TIL frumur í
sortuæxlum í allt að 9 vikur eftir inngjöf. Hvorki
greindust neoR flytjandi veirur í blóði þessara
sjúklinga, né mátti greina truflun á starfi
eitilfrumnanna (4-5).
FYRSTA GENALÆKNINGIN
Fjórtánda september 1990 fékk fyrsti
sjúklingurinn frumur sem höfðu verið "lagfærðar"
meðheilbrigðugeni (5). Sjúklingurinn varungstúlka
sem þjáðist af adenósin deamínasa (ADA) skorti, en
það er arfbundinn, víkjandi sjúkdómur sem veldur
mjög alvarlegri ónæmisbælingu (severe combined
immunodeficiency). Tíðni sjúkdómsins er minni en
1:100.000. I sjúkdómnum verður uppsöfnun á
adenósín í blóði sem veldur skeróingu á starfsemi
eitilfrumna, en við það verður ónæmisbæling sem er
það alvarleg að ef ekkert væri að gert dæi
einstaklingurinn úr sýkingu. Fyrstu sjúklingamir sem
greindust með þennan sjúkdóm urðu að vera í algerri
einangmn og var ungur drengur sem greindist með
þennan sjúkdóm snemma á áttunda áratugnum að
dveljast meirihluta ævi sinnar í einangrunar kúlu
("The Bubble boy"). Hann dó árið 1984 án þess að
hafa fengið nokkra lækningu. Stuttu síðar tókst
mönnum að lækna sjúkdóminn að einhverju leyti með
mergskiptum, en ekki geta allir einstaklingar fengið
hæfan merg og hafa þeir sjúklingar síðustu árin fengið
ADA ensímið í sprautu vikulega. Stúlkan sem var
fyrsta viðfangið þurfti vikulegar sprautur en fékk ekki
fullan bata með þeirri meðferð. Hún hafði áfram
endurteknar sýkingar. Genalækningin hjá henni fólst
í því að taka T-eiti lfrumur úr henni og meðhöndla þær
með retroveirum sem innihéldu erfðaefni með
heilbrigðu ADA geni. Voru þessar eitilfrumur svo
gefnar stúlkunni aftur og þurfti hún nokkur skipti
áður en árangur náðist. Með þessari meðferð tókst að
fækka sýkingum hjá stúlkunni, en hún hélt samt
áfram á ADA sprautum. Eftirlit með stúlkunni næstu
mánuði sýndi áframhaldandi ADA tjáningu. Með
þessari aðferð hafði tekist að endurvekja fyrri
eitilfrumuhæfni og um leið lengdist ævitími
eitilfrumnanna úr 30 dögum í 3-5 mánuði. Þar sem
aðeins fullþroskaðar frumur voru meðhöndlaðar er
lækningin skammvirk og því nauðsynlegt að reyna að
meðhöndla forstigsfrumur. Það hefurþegar verið reynt
en niðurstöður liggja ekki ennþá fyrir (5).
AÐFERÐIR
Eftir fyrstu tilraunirnar ti 1 genalækninga á áttunda
áratugnum áttuðu menn sig á því að forrannsóknir og
almenn þekking í frumulíffræði dugðu skammt ef
verulegur árangur átti að nást. Síðan eru liðin tæp
tuttugu ár og þekkingu hefur fleygt fram. Gríðarleg
forvinna er þegar að baki og hafa menn fundið ýmsar
aðferðir til að setja ný gen í menn. En til þess að ná
árangri við genalækningar þurfa ákveðin skilyrði að
vera til staðar (6).
Fyrst af öllu þarf erfðagalli sá er sjúkdómnum
veldur að vera þekktur, en fljótlega upp úr næstu
aldamótum er gert ráð fyrir því að genagallar flestra
erfðasj úkdóma verði þekktir.
Annað er það að flutningur gens inn í markfrumu
þarf að vera skilvirkur. Margar aðferðir eru þekktar
við flutning gens inn í frumu. I dag er fyrst og fremst
notast við retroveirur, en þær hafa líkaþann eiginleika
að flytja genið inn í litning frumunnar þar sem það
geymist á varanlegan hátt.
Þriðja skilyrðið er að markvefur þarf að vera
aðgengilegur. I dag er ennþá notast við þá aðferð að
frumur eru teknar úr einstaklingnum sem á að
meðhöndla. Þær settar í frumurækt og þ ví næst "sýktar"
með retroveiru. Að lokum er svo frumunum skilað til
baka. Þessi aðferð krefst þess að frumurnar þoli slíka
meðhöndlun. Þegar er komin mikil reynsla við
beinmergsflutninga og því hafa þær frumur mikið
verið notaðar. I framtíðinni er vonast til þess að
mögulegt verði að meðhöndla sjúklinginn beint með
genaferj um sem hafa sækni í ákveðnar frumur. Þannig
verði komist hjá því að einangra frumur úr hverjum
einstaklingi.
Lokaskilyrðið er að tjáning gensins sé nægileg.
Tjáning gena er aðallega háð tvennu; innri boðefnum
og stýrisvæði (promoter) gensins, en fjölbreytileiki
stýrisvæða er líka mikill. Þekking á tjáningu gena er
ennþá af skornum skammti og byggja væntanlegar
framfarir í genalækningum að talsverðu leyti á auknum
skilningi á tjáningu gena.
Til eru nokkrar aðferðir við innsetningu gena í
frumur. Skipta má aðferðunum upp í tvo flokka.
Annars vegar þar sem notaðar eru genaferjur (t.d.
veirur) og hins vegar þar sem einfaldari aðferðum er
116
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.