Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 83
þessi síðastnefndu gefin í einum skammti. Einnig
er rétt að benda á að ef faraldur af meníngókokkum
af flokki C, eins og sjúklingur var með, virðist í
uppsiglingu er hægt að bólusetja einstaklinga af
sama svæði og faraldur er bundinn við.
Tveimur mánuðum eftir þessu miklu veikindi lét
sjúklingur vel af sér. Bólgan farin úr hnjánum en
stöku smel lir komu frá vinstra hné. Það festist stundum
í ákveðnum stellingum en læstist ekki. Gat ávallt rétt
úr því ef það var gert nógu hægt. Treysti sér ekki enn
ti 1 aö h laupa. Heyrn fór batnandi á vinstra eyra en ekki
orðinjafngóð og áður.
Reactífir arthrítar í kjölfar sýkinga geta verið
all þrálátir. Það getur tekið vikur og mánuði áður
en einkenni hverfa. Þar sem heyrnartapið á vinstra
eyra fer batnandi ættu horfur að vera góðar, þótt
hætta sé á varanlegu heyrnartapi við
skyntaugaskemmd.
LOKAORÐ
Síðast liðin ár hefur íjöldi meníngókokkasýkinga
verið meiri en í meðalári og svo virtist sem faraldur af
meningókokka hei lahimnubólgum væri í uppsiglingu
á haustdögum. Því þótti ekki úr vegi að rekja þetta
tilfelli læknanemum til fróðleiks, ekki hvað síst með
þá í huga sem fara í hérað á sumri komanda.
Heilahimnubólga af völdum baktería er með allra
skæðustu smitsjúkdómum og til er afar áhrifarík
FÖRUM
k; K Spillum henniekki með sigarettu-
kaF ■ ■■Hrl stubbumeðaflöskubrotum.
í NÁTTÚRUNNI ATV?
lækning. Snör greining og rétt viðbrögð ráða því
úrslitum um líf eða dauða. Blóðsýkingin (septicemía)
afvöldum meningókokka er afar skæð ogjafnvel sínu
hættulegri en heilahimnubólgan og krefst því ekki
síður meðhöndlunar. Fyrir daga sýklalyfja dóu 90%
allra sem fengu heilahimnubólgu af völdum
meníngókokka. Með góðri læknismeðferð á hátækni
sjúkrahúsi lifa núorðið 90% slíkra sjúklinga.
Haraldur Briem fær kærar þakkir fyrir
lærdómsríka og ánægjulega samvinnu. 0
HEIMILDASKRÁ
1. Modai J. Empiric therapy of Severe Infections in
Adults. Am J Med 1990; 88 (suppl. 4A): 12-17.
2. Cartwright K, Reilly S, White D, Stuatf J. Early
treatment with parenteral penicillin in meningococcal
disease. BMJ 1992; 305:143-7.
3. Sáez-Nieto JA, Lujan R, Ben'ón S, et al.
Epidemiology and Molecular Basis of Penicillin-
Resistant Neisseria Meningitidis in Spain: A 5-Year
History (1985-1989). J Infect Dis 1992; 14: 394-402.
4. Christensen C. Meningokoksygdom og arthritis.
Ugeskrift for Læger 1990; 152(19): 1357-9.
5. Griffíss JM. Meningococcal infections. Harrisons
principles of intemal medicine 12thed. 1991; 1: 590-
593.
ó. Schaad UB, Lips U, Gnehm HE, Blumber A, Heinzer
I, Wedgwood J. Dexamethasone therapy for bacterial
meningitis in children. Lancet 1993; 342: 457-61.