Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 70
verkjayf og þá fyrst og fremst gegn verkjum hjá
sjúklingum með beinameinvörp frá krabbameini í
blöðruhálskirtli (61). Þessi meðferð erákaflega dýrog
verkar einungis hjá hluta sjúklinga. Það er því
mikilvægt að vanda ábendingar'.
Aukinn þrýstingur í höfði
Enda þótt líkur á lækningu margra krabbameina
hafi lítið batnað á undanfömum árum lifa sjúklingar
lengur með sjúkdóminn en áður (62, 63). Þetta hefur
haft í förmeð sérbreytt sjúkdómsmynstur. Til dæmis
em heilameinvörp frá lungnakrabbameinum nú mun
algengari en áður. Því lengur sem sjúklingar lifa,
þeim mun meiri líkur eru á því að slík meinvörp nái
að vaxa fram. Þótt heilaæxli (þ.e.a.s. æxli sem eiga
uppruna sinn í heilavef) séu hlutfallslega algeng hér
á landi, þá em meinvörp algengustu heilaæxlin hér
sem annars staðar á Vesturlöndum. Verkurinn stafar
oftast frá verkjaviðtækjum í basti eða beinhimnu og
ertingu verkjaviðtækja í æðurn og taugum. Velgja og
uppköst eru algeng, sérlega að morgni og fyrri hluta
dags.
Meðferð. Byrjið með því að gefa dexametasón
(Decadron®) eða betametasón (Betapred®) 12-16
mg á sólarhring. Mikilvægt er að hafa í huga
aukaverkanir barkstera, svo sem svefnleysi, og gefa
því síðasta skammtinn ekki síðar en um kaffileytið.
Enn fremur að gefa langverkandi diazepoxið (t.d.
diazepam 5-10 mg) jafnvel í bland við
phenthiazinsamband (t.d. prometasín (Phenergan®)
25-50 mg) fyrirbyggjandi að kveldi til þess að draga
úr óþarfa vökum. Ef velgja og uppköst eru áberandi
einkenni er ráð þegar í upphafi að gefa með sterunum
breiðverkandi velgjuvamarlyf svo sem prómetasín
(Phenergan®) 25 mg x 1-3. Ef höfuðverkur heldur
áfram þrátt fyrir ofangreinda meðferð, er oftast
nægilegt að bæta við veiku morfrnlyfi svo sem kódeíni
25-50 mg x 4-6 eða þá paracetamol/kódeín blöndu
(Parkodin®, Parkodin forte®, Panocod® töflur eða
klysma) og gefa þá tvö stk. x 4-6. Bólgueyðandi
gigtarlyf þjóna þó að jafnaði takmörkuðum tilgangi
gegn verkjum af völdum heilameinvarpa, enda koma
sterar að mestu í stað þeirra hvað varðar prostaglandin-
hluta verkjarins.
Æxlisvöxtur í heilahimnur
Slíkum meinvörpum er líkt farið og meinvörpum
í heila, þeim fer ljölgandi í kj ölfar þess að sjúklingamir
lifa nú lengur en áður. Oft er um fleiri en eina
meinvarpsskellu að ræða og slíkt getur leitt til afar
flókinnar einkennamyndar sem gerir það að verkum
að meinvörp í heilahimnum greinast oft seint, auk
þess sem einkennin láta illa undan meðferð. Verkimir
eru oftast blandverkir.
Meðferð. Morfín um munn er kjörmeðferð til að
byrja með og í hækkandi skömmtum ef með þarf. Láti
verkurinn ekki vel undan þegar í upphafi, ber að bæta
snarlega við þríkringdu verkjalyfí svo og barksterum
í rækilegum skömmtum (sjá meðferð taugaverkja hér
aðframan).
Taugaskemmdaverkir af ofangreindum toga eru
oft erfíðir viðureignar og þess vegna verður stundum
að grípa fljótlega til hryggjardeyfingar með
búpívakaíni í háurn skömmtum. Þess konar meðferð á
samt að vera þrautalendi ng vegna umfangs og þungra
hjáverkana (m.a. lömun) (sjá kafla um hryggjarleggi
hér að framan).
Verkir af völdum "paraneoplastískra"
taugaskemmda getur að mörgu leyti svipað til
ofangreindra verkja en einnig "venjulegra"
taugaverkja. Meðferð svipar til meðferðar annarra
taugaverkja nema hvað barksterar í háum skömmtum
koma oftar vel að notum.
Lifrarverkir
Krabbamein upprunnin í lifur eru sjaldgæf hér á
landi en lifrarmeinvörp eru algeng og jafnframt
einkenni frá þeim þegar um langt gengin krabbamein
erað ræða. Þrýstingsverkurhægramegin í ofanverðum
kviði ásamt tilfínningu um stöðuga kviðfylli og
axlarverkur eru algeng einkenni og stafa frá spennu
í lifrarhýði svo og togi í upphengjum lifrarinnar.
Blæðing sem verður í æxli í eða við lifrarhýði getur
valdið skyndilegum bráðaverk í efri hluta kviðarhols
sem líkist gallsteinakasti, vélindakrampa eða
hjartaverk. Vemleg lifrarstækkun getur leitt til þess
að mjög sé að maganum þrengt og í kjölfarið fylgja
einkenni sem stafa frá litlum maga (kviðfylliskennd):
snemmsedda, fyllitilfmning og verkur í efri hluta
' Svipuð skilaboð úrsama ráðuneyti.
64
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.