Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 93

Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 93
konum og yfírleitt eru þetta sjúklingar með langa sögu unr háþrýsting. Þetta getur þó komið fyrir hjá yngra fólki með meðfædda bandvefsgalla, t.d. Marfan ’ s heilkenni. Aðrar ástæður flysjunar hj á yngra fólki er skyndilegt högg á brjóstkassann, beint eða óbeint eins og t.d. við harkalega lendingu fa 11 h I í fastökkvara. I- E. Míturlokugúlpur (Prolapsus valvulae mitralis) Þetta er nokkuð algengur kvilli, sérstaklega hjá konum og stafar af því að míturlokan ýmist bungar aftur á við, eða fellur inn í vinstri gátt við samdrátt á vinstra slegli. Við þetta verður leki inn í vinstri gáttina í síðari hluta slagbilsins (systola) og við hlustun heyrist klikk í miðju slagbili og strax á eftir hvæsandi óhljóð í síðari hluta slagbilsins. Orsakanna er ýmist að leita í sjálfummíturlokunum eða sinastrengjumþeirra (chordae tendineae). Þetta er oftast einkennalaust en með nútíma ómtækni er greining þessa sjúkdóms miklu auðveldari og hann hefur fundist hjá allt að 5- 10% kvenna. Brjóstverkur getur þó komið fyrir, sennilega vegna togs á sinastrengjunum og getur verkurinn líkst hjartaöng, en hann er þó yfirleitt staðbundnari í vinstri brjósthelming og ekki áreynslubundinn. Hann stendur yfírleitt mun lengur en hjartaöng, stundum margar klukkustundir og minnir oft á verk frá stoðkerfi. II. SJÚKDÓMAR í LUNGUM OG FLEIÐRU A. Blódrek til lungna B. Fleiórubólga C. Loftbrjóst D. Sjúkdómar ímiðmœti II- A. Blóðrek til lungna (Embolia pulmonum) Enda þótt blóðrek í lungum sé yfirleitt án verkja er rétt að ræða þennan sjúkdóm hér, þar sem þetta er mjög algengt og getur valdið mjögbráðunr einkennum og jafnvel dauða. Blóðrek í lungnaslagæðum getur valdið hækkuðum þrýstingi í blóðrás lungnanna sé blóðrekið nægilega stórt. Þetta orsakar oft þyngslatilfinningu undir bringubeini ásamt mæði. Valdi blóðrek hins vegar ertingu á fleiðru veldur það fleiðrubólgu og verk, sem versnar við innöndun og hreyfingu á brjóstvegg. Algengast er að þessi verkur sé hliðlægur í neðri hluta brj óstveggj ar. Við ertingu á þindarhlutalungnafleiðrufásjúklingarhinsvegarverk sem leiðir upp í axlir. Einkenni frá lungnareki geta komið mjög skyndilega, en oft eraðdragandinn langur, dagar eða jafnvel vikur. Auðvelt er að missa af réttri sjúkdómsgreiningu nema því aðeins að hafa þennan möguleika sífellt í huga hjá fólki sem kvartar um mæði og andþyngsli sem ekki á sér auglj ósar skýringar. Sérstaklega hjá fólki með merki um æðabólgu í fótum, hjartabilun, illkynja sjúkdóma og hjá rúmliggjandi fólki. Sömuleiðis hjá fólki sem hefur gengist nýlega undir skurðaðgerðir, hjá konum fyrst eftir barnsburð, konum sem taka getnaðarvarnartöflur og hjá sjúklingum með gipsumbúðir á fótum. II-B. Fleiðrubólga (Pleuritis) Eins og að ofan gi'einir valda sjúkdómar í lungnavef yfirleitt ekki verkjum. Sjúkdómar í lungum sem ná út í fleiðruna orsaka hins vegar verki sem einkennast af því að þeir versna við hreyfingu á brjóstvegg, sérstaklega innöndun og er þesskonar verkur oft kallaðurtakverkur, sbr. sjúkdómsheitið “lungnabólga með taki”. Orsakir fleiðrubólgu geta verið margvíslegar, bæði veirusýkingar og bakteríusýkingar og ekki má gleyma einni algengustu ástæðu brjósthimnubólgu hér áður fyrr, berklabakteríunni sem enn lifir góðu lífi. Verkur vegna fleiðrubólgu eru yfirleitt hliðlægur og leiðir ýmist aftur eða fram í brjóstvegginn og stundum niður í kviðarhol. Verkur vegna bólgu í þindarhluta fleiðru leiðir aftur á móti upp í öxlina sömu megin. Það sem er einkennandi við þennan verk er samband hans við hreyfingu á brjóstholi og öndun og sjúklingar finna sér því ákveðna stellingu sem þeir hvílast í. Þessum einkennum fylgja oft önnur einkenni frá loftvegum eins og hósti, uppgangur, andþyngsli og mæði. Einkennin byrja yfirleitt ekki mjög snögglega og aðdragandi oft nokkrir dagar. Þau geta komið fyrir í hvaða aldurshópi sem er og kynjadreifing er jöfn. II-C. Loftbrjóst (Pneumothorax) Loftbrjóst,þ.e.a.s. loftí fleiðrugetur veriðástæða LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.