Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 139
SÁR OG SÁRAMEÐFERÐ
-Hugleiðingar-
Jóhann Róbertsson
INNGANGUR
RITSTJORI Læknanemans fórþess á leit við mig
að taka saman stúf um sár og sárameðferð, var það
hugsað sem spjall umhagnýt atriði. Verðurijallað um
slysasár önnur en brunasár. Að mestu leyti höfð
hliðsjón af vinnubrögðunr þeim sem ég hef vanist á
Slysadeild Borgarspítala.
Það er engin stórisannleikur að sár eru mjög
misjöfn. Samkvæmt skilgreiningu er um að ræða rof
í húð eða slímhúð. Flest eru þau minniháttar, hrufl,
rispur og smáskurðir. Þrátt fyrir að þau séu flest
léttvæg má samt ekki leyfa sér óþarfa flýti við
nreðhöndlun þeirra. Lítilfjörlegum yfirborðsáverka
getur fylgt alvarlegri skaði í djúpið. Við skoóun á
útlimasárum á alltaf að meta blóðrás, starfsemi sina
ogtauga distalt við sárið (s.k. distal status). Efsárem
á búk þarf að meta hvort aðlæg Iíffæri hafi skaddast.
Menn nota ýmsar aðferðir til að fella sár í flokka,
ég læt duga hér að vísa í töflu sem veltir upp nokkrum
aðferðum til skiptingar sára.
Tafla 1. Aðferðir til skiptingar sára.
- orsök (trauma, skurður, bruni, skrap)
- aldur (nýtt — gamalt)
- vefjatap (áhrif á meðferð og gróanda)
- hreinleiki (hrein - óhrein - sýkt)
- dýpt (áverkar á meðferð og gróanda)
- dýpri áverkar - taugar / sinar (einfalt / kompl)
Höfundur er deildarlœknir og starfar á slysa- og
bœklunardeild Borgarspítala.
SKOÐUN
Eins og í allri læknisfræði er saga og skoðun
gmnnurinn að góðri meðferð. Averkalýsing getur
gefið tilefni til að gruna innri áverka, eða hvort um
aðskotahluti sé að ræða o.s.frv. Staðsetning skiptir
líka miklu, grunnur skurður á handarbaki er líklegur
til að valda sinaskaða, sambærilegum skurði áhnakka
þurfa ekki að fylgja slíkar áhyggjur. Nauðsynlegt er
að nota þekkingu á líffærafræði svo hægt sé að meta
sár af viti. Við útlimaáverka þarf að meta "distal
status". Er eðlileg hreyfigeta og kraftar, blóðrás
(púlsar, húðlitur, háræða fylling í naglbeð) og
taugastarfsemi (skyn, viðbrögð o.s.frv.) til staðar?
Útlit sára þarf að skoða vel. Er þetta flipasár, stunga,
skrapsár, óhreinindi ss. jarðvegsmengun eða flísar.
Einnig að skoða í djúpið og meta dýpri áverka. Hversu
djúpt er sárið? Er ástæða sé til að ætla að dýpri vefir
hafi skaddast? Hafa þá í huga að t.d. sinar geta
dregist út úr sárinu og sjást þá ekki. Ef grunur er um
dýpri áverka þá þarf að kanna (explorera) sárið vel.
Oft er nauðsynlegt að gera sl íkt í blóðtæmi og stasa svo
blæðing hindri ekki fulla skoðun. Meta þarfveijatap
og hvort flytja þurfi húð á sárið. Við íjöláverka þarf
að forgangsraða áverkum m.t.t. meðferðar. Sár lenda
iðulega neðarlega á þeim Iista, hafa þá í huga að
sómasamlegur frágangur þeirra getur dregið úr
sýkingarhættu og jafnvel minnkað blóðtap. Þannig
má draga úr hættu á síðkomnum vandamálum. Þeim
stutta tíma sem þarf til að sinna þeim er því oftast vel
varið.
DEYFING
Að lokinni skoðun er tímabært að ákveða sjálfa
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
125