Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 10
ALGENGAR LOFTVEGASÝKINGAR
(TAFLA 7)
Meginorsakir eymabólgu í bömum og skútabólgu
(paranasal sinusitis) í fullorðnum eru pneumókokkar
og Haemophilus influenzae þó bæði Staphylococcus
aureus og Streptococcus milleri greinist í vaxandi
mælií skútabólgum. Inýlegumrannsóknumhérlendis
reyndust um 20-25% þeirra stofna er greindust frá
miðeyra og um 10-15% þeirra sem greindust í skúta
framleiðaB-laktamasa. Þráttfyrirþað erekkiástæða
til að mæla með lyfjum virkum gegn B-laktamasa-
framleiðandi stofnum (cefúroxím axetíl, amoxicillín-
klavúlanat) sem upphafsmeðferð. Fyrstu lyf gegn
þessum sýkingum em því enn ampicillín-afleiður, og
einungis ætti að nota hin lyfín ef upphafsmeðferð ber
ekki tilætlaðan árangur.
Penicillín telst enn kjörlyf hálsbólgu af völdum
streptókokka af flokki A (Streptococcus pyogenes).
Nýlegar rannsóknir hafa þó margar sýnt betri árangur
meðferðar með breiðvirkari lyfjum, 2. kynslóðar
cefalósporínum og amoxicillín-klavúlanati.
Skýringin er líklega sú að penicillín binst B-
laktamösum sem framleiddir em af sýklum í munni
þó þeir séu ekki sjálfirsýkingavaldar í hálseitlum.
Verakann því aðkjörmeðferðgegnbakteríuhálsbólgu
muni breytast á næstu árum.
Vaxandi tíðni penicillínónæmra pneumókokka
veldur, eins og áður segir, vemlegum áhyggjum hér á
landi. Gegn fjölónæmum pneumókokkum í miðeyra
eru nú ekki önnur ráð en meðferð í æð með 3. kynslóðar
cefalósporínum (frekar en vankómýcín eða
ímípenem), oft með rífampíni um munn. Nýr
lyfjaflokkur, streptógramín, hefur þó góða virkni
gegn sýklunum og lyf úr þeim flokki eru sum virk um
munn. Klíniskar tilraunir em þó rétt á byrjunarstigi.
LUNGNABÓLGA
(TAFLA 8)
Gott hrákasýni er líklega mikilvægasti þáttur
greiningar lungnabólgu. Efvenjulegar aðferðir duga
Tafla 8. Upphafsmeðferð lungnabólgu (ef hráki næst ekki).
Aðstæður Líklegir sýklar Kjörmeðferð
I. Bráð “klassísk” utan sjúkrahúss Pneumókokkar Penicillín (nema líklegt penicillín ónæmi)
Reykingar, teppa + H. influenzae, Moraxella (B. catarrhalis) Ampicillín og skyld lyf, 2. kynslóðar cephalósporín, TMP/SMZ, amoxicillín- klavúlanat (Augmentin®)
Aldraðir, influenza + S. aureus Ampicillínskyld lyf, 2. kynsl. cephalósporín
II. Aspiration Blönduð loftsækin og loftfælin munnflóra Penicillín (klindamýcín)
Igerð (abscess) “ Klindamýcín
III. “Atypisk” lungnabólga Mycoplasma, Chlamydia, Legionellae Erýtrómýcín
IV. Á sjúkrahúsi
Onæmisbæling lítil, engin pneumók., loftfælin munnflóra, Gram neikv. stafir, staphylok. Penicillín + amínóglýcósíð/2.-3. kynsl. ceph./ aztreónam
Veruleg (hvítkomafæð) + P. aeruginosa, ónæmir Gram neikv. stafir Ceftazidím + amínóglýcósíð
6
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.